Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 83
RÉTTUR
83
Þótt tillit sé tekið til þess, að fyrir stríðið var krónan mörgum
sinnum verðmeiri en nú og við margföldum þessar tölur með 10,
þá fengjum við samt út aðeins 2 millj. og 775 þús. sem er svipuð
upphæð og lánað hefir verið árlega hin síðustu ár til íbúðarhúsa
á nýbýlum. Enda mun það sannast vera, að á þessum 18 árum
hafi litlu fleiri nýbýli' verið reist samtals en árlega hefir gert
verið hin síðustu ár.
í lögunum um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveit-
um, sem fyrr eru nefnd, var svo ráð fyrir gert að mál þessi yrðu
tekin allt öðrum og fastari tökum en áður.
Skyldi landnámið vera tvíþætt, og hið opinbera leggja fram
til þess 2,5 millj. kr. árlega næstu 10 ár. Skal annar þáttur þess
vera sá að ná á eina hönd samfelldu landi í sveitunum, þar sem
skilyrði eru góð til stofnunar þéttbýlis, ræsa það fram, leggja vegi
og rækta a. m. k. 5 ha. á hvert býli, er skilað er til ábúanda. Enn
fremur er í lögunum heimild til að byggja íbúðarhús og leigja
býlin þannig viðtakendum. En þess ber þó að geta strax, að þetta
síðast talda heimildarákvæði hefir aldrei verið framkvæmt sökum
fjárskorts. Það dregur án efa úr eftirsókn eftir þessum býlum
vegna þeirra erfiðleika sem því fylgja að byggja allt frá grunni
þar sem ekkert er við að styðjast áður.
Hinn þáttur landbúnaðarins hefir svo verið sá að leiðbeina og
aðstoða þá menn, er nýbýli stofnuðu af eigin ramleik, með
jarðskiptingu. Skulu þeir njóta fjárstyrks, sem næst því, er
kostaði ræktun á því landi er ábúendum í byggðahverfunum
væri skilað í fullri rækt. Þessu fylgja þau skilyrði að staðsetning
býlisins sé samþykkt af Nýbýlastjórn til tryggingar því að fjár-
framlögum hins opinbera væri ekki varið til slíkra hluta nema
búrekstrarskilyrði séu það góð að fullkomið framtíðaröryggi
megi teljast í stofnun býlisins. Enn fremur er í lögunum ákvæði
um að styðja bæjarflutninga, þar sem þess gerist þörf til bættrar
aðstöðu enda getur það í mörgum tilfellum komið beinlínis í
veg fyrir að jarðir falli úr byggð. Einnig var síðar bætt inn
í lögin ákvæði um uppbyggingu eyðijarða, sem væru svo vel
settar og hefðu þá landkosti að dómi Nýbýlastjórnar að réttmætt
teldist að byggja þær að nýju.
En hvað hefir þá unnist á í þessum málum sjðan starfsemi
þessi hófst?