Réttur


Réttur - 01.01.1955, Qupperneq 37

Réttur - 01.01.1955, Qupperneq 37
RÉTTUR 37 Hvortveggja stefnan viðurkennir, að öll þekking vor og vit- neskja sé runnin frá skynjunum, beint eða óbeint. En þar skilur leiðir. Hughyggjumennirnir telja ókleift og óleyfilegt að halda lengra, en fulltrúar efnishyggjunnar álíta það bæði skylt og fært. Hughyggjusinnarnir líta á skynreyndirnar sem endimörk og yztu þröm veruleikans, gera úr þeim garð, er skilur manninn frá umheiminum og lokar hann inni í sjálfum sér. Yfir þennan þröskuld sé óleyfilegt að stíga, og vér getum aldrei vitað, hvort nokkuð sé hinumegin, vísast sé þar ekkert, kannski einhver óskil- greinanlegur óskapnaður. Með því að gera skynjanirnar að slík- um kínamúr milli manns og umhverfis hefur hughyggjumaður- inn kippt burt ytri orsökum þeirra, honum er það eitt eftirskilið að leita upptaka þeirra í sjálfinu, og þá er ekki lengur til neinn viðhlítandi mælikvarði til að greina á milli blekkinga og raun- veruleika, skynvillu og sannra skynreynda. Efnishyggjumað- urinn lítur ekki á skynjanirnar sem ósigrandi leiðartálma milli manns og ytra umhverfis, heldur sem brú milli mannshugans og hlutveruleikans. Um þessa brú er oss komin beint eða óbeint öll vitneskja um hið ytra umhverfi, um aðra einstakhnga og vorn eigin líkama. Oll viðbrögð vor og líf eru reist á henni. Þetta er sameiginleg afstaða efnishyggjunnar og allra vísinda — og óumdeild forsenda í daglegu lífi okkar og hegðun. En hughyggjan lætur sig það litlu varða. Hún viðurkennir kannski, að þessu sýnist svo farið, að svona virðist þetta á yfir- borðinu, en í reynd þekkjum vér aðeins skynjanirnar, þær séu hinzta uppspretta vitneskju vorrar, og óleyfilegt sé með öllu að gera ráð fyrir einhverjum óháðum hlutveruleika bak við þær. Sá „hlutveruleika''-heimur, sem vísindin og dagleg vitund vor geri ráð fyrir, sé í reynd ekki annað en kerfi eða samstæður, ákveðinna skynreynda, sem vér gerum í heimildarleysi að sjálf- stæðum ytri veruleika. Undirstöðusjónarmið hinnar huglægu hughyggju hefur jafnan verið, að það að vera til væri sama og að vera skynjaður (eða „esse est percipi", eins og Berkeley orðaði það), að ekki væri unnt að gera ráð fyrir neinum „ytra heimi" eða „raunveruleika", nema í órofa sambandi við skynjandi og hugsandi verur. Þetta sjón-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.