Réttur


Réttur - 01.01.1955, Page 38

Réttur - 01.01.1955, Page 38
38 RKTTUR armið er algerlega óraunhæft og ósamrýmanlegt þróun þekk- ingar og vísinda. Samkvæmt því er það skilyrði fyrir tilvist hvers fyrirbæris, að það sé skynjað. Kenning náttúruvísindanna, um að jörðin hafi verið til um óratíma, áður en nokkrar skynverur komu þar fram, væri þar með úr sögunni. Sýklarnir hefðu þá fyrst orðið til með uppgötvunum Leeuwenhoeks, og reikistjarnan Plútó hafið tilvist sína 1931, er menn fyrst komu auga á hana. Island væri þá fyrst til orðið, er Paparnir litu það augum, eða kannski nokkru eldra, ef við föllumst á að binda tilvist þess við skynjanir skordýra, fugla og refs. Það eru augljósustu staðreynd- ir af þessu tagi m. a., sem stangast illyrmislega á við þessa undir- stöðukenningu hughyggjunnar. Við þeim kunna hughyggjumenn- irnir engin svör, aðeins undanbrögð og orðkringi í þá veru, að ef þeir hefðu verið staddir á tilteknum stað og tíma, hefðu þeir skynjað hið umrædda fyrirbæri og tryggt þannig „tilvist" þess. Kenning, sem gerir skynreyndina að skilyrði „veruleikans" og setur jafnaðarmerki milli vitundar og „staðreynda", hlýtur að hafna í fullkomnum „sólipsisma", þ. e. a. s. þeirri kenningu, að ekkert sé í raun og veru til nema sjálfsvitund viðkomandi persónu, „hinn ytri veruleiki" sé sköpunarverk hennar, háður henni — kerfi skynj- ana hennar og hugmynda. Þessi niðurstaða liggur þegar fyrir í forsendum hughyggjunnar, því með því að sértaka skynj- unina og slíta hana úr tengslum við hlutveruleikann er veru- leiki sjálfsins einn eftir skilinn. Þetta var og Berkeley, einum helzta forvígismanni þessarar kenningar, ljóst. Hvað varð um „veruleikann", þegar vitund vor svaf, og hvaðan stafaði sam- ræmið milli skynjana einstaklinganna o. s. frv.? Ut út þeim ógöngum sá Berkeley aðeins eina leið. Veröldin fórst ekki, meðan vér sváfum, af því að hún lifði í vitund guðs — sem skynjun hans, og það var hann, sem skapaði og hélt við samræminu milli skynjana vorra. Þar með hafði liin huglæga hughyggja hafnað í hlutlægri hughyggju, — í dulýðgi og trúarbrögðum. Þessi kenn- ing, sem hugðist að sanna réttmæti sitt og villu efnishyggjunnar með heimspekilegri rökfærslu hafði hlaupizt burt frá sínum eigin forsendum, með því að þær gátu ekki leitt til annars en „sólipsisma".
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.