Réttur


Réttur - 01.01.1955, Side 58

Réttur - 01.01.1955, Side 58
58 RÉTTUR sem hnígur í þá átt, að þjóðfélagið og sagan eigi sér engin lög- mál, mennirnir hugsi og framkvæmi, sagan sé aðeins summa og útkoma þessara áformuðu athafna. Aform og athafnir manna eru þannig slitin úr tengslum við lögmálssamhengi tilverunnar — og ekki spurt um, hvaðan áformin séu runnin né um fram- kvæmdarskilyrði þeirra. Eðlismunur þjóðfélags og náttúru er gerður að óbrúandi djúpi. Þjóðfélagið er eingöngu markrænt, náttúran lögmálsbundin. Hinar borgaralegu frelsishugmyndir snúast því, er bezt lætur, mest um olnbogarými einstaklingsins, um hvað hann megi eða megi ekki. Þær verða mestmegnis stjórnmála- og réttarlegs eðlis og meir miðaðar við form en inn- tak, einstaklinga en samfélag og láta efnahagslega undirokun og áhrif hennar sig litlu skipta. En víkjum nú aftur að viljafrelsinu. Svo sem mannlegt frelsi er reist á þekkingunni á lögmálum náttúru og samfélags, svo er og frelsi viljans fólgið í hæfni hugans til að skilgreina og meta sem réttast þær aðstæður. sem fyrir hendi eru hverju sinni. Höfundur sýnir fram á, hvílík firra það er að halda, að viljinn sé orsakalaus og frelsi hans sé í því fólgið. Orsakalaus vilji og ástæðulausar viljaathafnir myndu gera okkur að fullkomnum þrælum og leiksoppum, með því að við hefðum þá engin tök á þessum annarlega harðstjóra og engin ráð til að sjá fyrir, hvað hann ætlaði sér. Orsakaleysi viljans væri því hámark mannlegs ófrelsis. Viljinn verður því ófrjálsari, sem við kunnum minni skil á viðfangsefninu, ófrjálsastur, er við gerum okkur þess enga grein, aðhöfumst eitthvað í ósjálfræði, sem kallað er. Viljinn á sér ákveðnar orsakir eða ástæður, en hann er ekki ófrjáls af þeim sökum, eins og talsmenn hinnar vélrænu nauð- hyggju telja. Vilji, sem væri slitinn úr tengslum við orsakasam- hengi tilverunnar, væri enginn vilji lengur og yfirleitt ekki neitt, og sama máli gegnir um frelsið. Hvortveggja þessi fyrirbæri til- heyra hugsandi verum og lögmálsbundinni veröld og geta ekki áti annarsstaðar heima. Orsakatengsl viljans eru að vísu ekki sama og frelsi hans, en þau eru forsenda þess eða skilyrði. Vilji mannsins verður því frjálsari sem hann gerir sér gleggri grein fyrir viðfangsefninu, hvötum sínum og ástæðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.