Samvinnan - 01.03.1931, Page 7
Forvíg’ismenn
samvi n nustef nunnar.
XVII.
Björn Bjarnarson í Grafarholti.
Björn í Grafarholti er einn af elztu og þekktustu
samvinnumönnum landsins. Hann er fæddur að Skógar-
koti í Þingvallasveit 14. ágúst 1856, en fluttist þaðan ung-
ur með foreldrum sínum að Vatnshorni í Skorradal. Hann
stundaði nám á búnaðarskólanum á Stend í Noregi 1878
—1880, og var veturinn eftir við búnaðarnám í Danmörku.
Björn byrjaði búskap að Hvanneyri 1884 og fluttist það-
an tveim árum síðar að Reykjarhvoli í Mosfellssveit. En
þaðan fluttist hann að Grafarholti 1898 og hefir búið þar
síðan, þar til hann fékk jörð og bú í hendur Birni syni
sínum fyrir nokkrum missirum. í sínum langa búskap
hefir hann gegnt ótrúlega mörgum trúnaðarstörfum fyr-
ir sveit sína, sýslu og margháttuð umbótafélög. Hann var
lengi formaður búnaðarsambands Kjalnesinga, fulltrúi á
búnaðarþingi, endurskoðandi Búnaðarfélags íslands, sýslu-
nefndarmaður í aldarfjórðung, þingmaður Borg-firðinga
um stund o. m. fl.
En það af störfum Björns Bjarnarsonar, sem veldur
því, að hans er sérstaklega minnzt hér, er forganga hans
um að stofna Sláturfélag Suðurlands. Hann ferðaðist um
Kjósarsýslu, Borgarfjörð, Mýrasýslu og Snæfellsnessýslu
1907—1908, og undirbjó á því svæði stofnun félagsins.
1