Samvinnan - 01.03.1931, Side 10
f
Arang'ur sainvinnuimar.
Þekking er fjársjóður. — Af reynslunni lærum vér.
Starfsemi samvinnumanna er margþætt og umfangsmikil.
Samvinnumenn gera mikið að því að kynna almenningi,
bæði félagsmönnum og öðrum, starfsemi sína, til þess að
almenningur geti fylgzt með því, sem er að gernst, hvernig
það er gert, hver árangur starfsins er, og hverja þýðingu
það hefir fyrir almenning, sem framkvæmt er. Það er ekki
nóg að kynna sér samvinnufélagsskapinn aðeins í sínu eig-
in landi, heldur þurfum vér einnig að kynnast samvinnu-
starfsemi annara þjóða, méð því getum vér bæði lært af
reynslu þeirra og fengið nýjar hugmyndir, sem aftur er
hægt að nota í heimalandinu. Þekldng á samvinnustarf-
semi annara þjóða er því hverjum góðum samvinnu-
manni nauðsynleg.
Hér verður reynt, í stórum dráttum, að gera grein
fyrir framförum samvinnufélaganna í nokkrum löndum,
þar sem þau hafa haft einna mesta þýðingu fyrir hina
efnalegu og menningarlegu þróun þjóðanna. Sagt verður
frá hver stórvirki félagsskapurinn hefir unnið. Þá verður
alþjóðastarfsemi samvinnumanna getið, og loks munu ýms
þýðingarmikil dægurmál samvinnumanna rædd að nokkru.
Uppruni samvinnuhreyfingarinnar.
Um það leyti, sem vélaiðnaðurinn ruddi sér örast til
rúms í Englandi, í byrjun 19. aldar, var mikið at-
vinnuleysi og hinir mestu erfiðleikatímar. Margir menn,
sem lifað höfðu af handiðn urðu atvinnulausir Uæði sök-
um þess, að þeir gátu ekki keppt við vélaiðnaðinn, sem af-
kastaði miklu meiru, og gömlu verkamennirnir kunnu ekki