Samvinnan - 01.03.1931, Qupperneq 12
6
S A M V I N N A N
höfðu verið stofnuð ýms svipuð félög, en á allt öðrum
grundvelli, og dóu þau öll út. Búð Rochdalefélagsins var
lítil í fyrstu og fátækleg, en út frá þessu litla og fátæka
félagi hefir samvinnuhreyfingin breiðzt út um heiminn
og orðið voldug hreyfing, sem enginn hlær lengur að.-
Þessir umkomulitlu og óskólagengnu vefarar sömdu
sjálfir reglurnar fyrir félag sitt, reglur, sem hafa skapað
samvinnustefnuna, reglur, sem í öllum aðalatriðum gilda
í samvinnufélögum flestra Evrópulanda. Svo vel hugsað-
ar og fullkomnar eru þessar reglur vefaranna, að þrátt
fyrir 80 ára starfsemi og þróun samvinnufélagsskaparins,
hefir ekki þurft að breyta stefnuskránni, og hún
fyllir jafnvel út í hina margþættu starfsemi kaupfélag-
anna nú eins og hún gerði í fyrsta félaginu. Samvinnu-
stefnan er ekki, þó merk sé, sprottin úr heila hálærðs vís-
indamanns, heldur er hún ávöxtur af hugsun og starfi
nokkurra almúgamanna, sem eru að berjast hinni hörðu
baráttu veruleikans.
Stefnuskrá Rochdalefélagsins var og er þessi:
1. Rekstrarfé leggja félagsmenn sjálfir til gegn á-
kveðinni rentu.
Stofnféð fengu vefararnir með því, að hver og einn
sparaði 2 pence á viku, þangað til þeir voru búnir að
spara 1 sterlingspund hver. Með því stofnuðu þeir félags-
sjóð, sem þeir notuðu til þess að kaupa vörur í samein-
ingu.
2. Félagið selur aðeins þær beztu og vönduðustu
vörur, sem völ er á.
8. Mál og vog skal vera rétt.
Þessi ákvæði eru tekin með, sökum þess að um þær
mundir, sem félagið var stofnað, voru svo mikil brögð að
allskonar vörusvikum. Og mest var svikið með því að hafa
röng mælitæki.
4. Dagsverð kaupmanna yfirleitt skal vera í féiaginu,
og staðgreiðsla á öllum vörum.
5. Tekjuafgangurinn skiptist á milli félagsmanna í
hlutfalli við gerð kaup.