Samvinnan - 01.03.1931, Síða 13
S A M V I N N A N
7
I grein þessari felst sú nýjung, sem samvinnustefnan
kom með, að tekjumar skyldu skiptast í hlutfalli við gerð
kaup í verzluninni. Hafði þetta ekki þekkzt fyrr, heldur að-
eins hitt, eins og enn þann dag í dag er fyrirkomulagið í
öllum öðrum fyrirtækjum en samvinnufélögum, að tekj-
urnar skiptast eftir því, hve mikið eigendurnir eiga í
fyrirtækinu. f samvinnufélögunum er tekjunum skipt á
milli kaupandanna, í stað seljandanna í öðrum fyrirtækj-
um, og í því liggur hinn mikli munur þessa tvennskonar
verzlunarfyrirkomulags. f grein þessari felst því kjarni
samvinnustefnunnar.
6. Hver félagsmaður hefir eitt atkvæði, og konur og
karlar eru jafn rétthá í félaginu.
í grein þessari er önnur nýjung, að réttur félags-
manna til þess að ákveða um gerðir félagsins fari eftir
einstaklingum, að allir hafi jafnan rétt, hvort sem þeir
eru fátækir eða ríkir eða eiga mikið eða lítið í félaginu.
7. Ákveðinn hluti tekjuafgangsins skal notaður til
menntunarstarfsemi.
Mörg af ákvæðum þessum geta gilt um hvaða verzl-
unarfyrirtæki sem er, eins og t. d. það, að félagið hafi
góðar vörur, rétta vigt, staðgreiðslu og eigið stofnfé. En
það er 5. og 6. greinin, sem er það frumlega og sérstæða
fyrir samvinnufélögin og sem hefir gert það, ásamt því
ákvæði, að þau séu opin öllum, að þau hafa fengið þá út-
breiðslu, sem raun er á orðin og orðið voldug og þýðingar-
mikil fyrirtæki meðal flestra menningarþjóða.
Skal nú vikið að þróun samvinnufélaganna í ýmsurr.
löndum. En síðar munu þessi aðalatriði í stefnuskrá
Rochdalefélagsins tekin til umræðu.
Þróun samvinmmnar í Englandi.
Brátt varð Rochdalefélagið þekkt út um England, og
mörg félög risu upp, sem sniðin voru eftir því. Næsta
sporið var að stofna heildsölu fyrir félögin. Rochdalefé-
lagið reið á vaðið, stofnaði sérstaka heildsölu, sem féll þó
um koll eftir fá ár, sökum þess að öll félögin stóðu ekki