Samvinnan - 01.03.1931, Side 17
S A M V I N N A N
11
sín, atvinnuveitendur myndu alltaf pressa kaupið niður i
það, sem verkamannafjölskyldan aðeins með naumindum
gæti viðhaldið lífinu með. Þess vegna taldi hann alla við-
leitni verkalýðsins til þess að minnka útgjöld sín árang-
urslausa. Það, sem verkamenn gætu sparað með því að
vera í kaupfélögum og verzla við þau, myndi því allt
renna í vasa atvinnuveitenda, þar eð þeir gætu þá lækkað
kaupið.
Þegar verksmiðjuiðnaðurinn ruddi sér til rúms í
Þýzkalandi, var erfitt fyrir handiðnamenn að keppa við
hann, og aðstaða þeirra varð erfið. Meðal þeirra byrjaði
því hreyfing, sem miðaði að því að bæta hag þeina. Þeir
stofnuðu nú samvinnu- og tryggingarffl.'.g. Cr félögum
þessum fengu félagsmenn hagfelld lán. Tilgangurinn
með félögum þessum var að hjálpa handiðnamönnunum,
svo að þeir gætu keppt við verksmiðjuiðnaðinn.
Þegar byltingaandinn rénaði og þýzku verkamennirn-
ir sáu, hverju ensku samvinnufélögin höfðu komið til leið-
ar, fóru þeir að skilja, hverja þýðingu slík félög gætu haft
fyrir þá, og tvo seinustu tugi 19. aldarinnar risu kaup-
félögin upp, hvert á fætur öðru. 1900 voru félögin orðin
568 með Vo miljón félagsmanna samtals. Það, sem mest
tafði fyrir viðgangi samvinnufélagsskaparins í Þýzkalandi
lengi vel, var sundrungin innan félaganna og milli þeirra
félaga, sem í sambandinu voru. Sumir vildu, að félögin
væru að nokkru pólitísk og styddu félagsmenn beinlínis
í baráttunni við vinnuveitendur og aðrir vildu hafa trúar-
ákvæði. Þetta varð til þess, að sambandið klofnaði. En
nýtt samband var stofnað 1903, Zentralverband deutscher
Konsumvereine, og í því sambandi eru aðeins þau félög,
sem eru utan við stjórnmál og trúmál. Síðan samband
þetta var stofnað, hefir samvinnuheildsalan í Hamborg
aukizt og eflzt, og er nú samvinnuheildsalan í Hamborg
meðal hinna stærstu og öflugustu samvinnuheildsala í
heimi. Þeir „kristilegu" hafa stofnað eigið samband í
Köln, sem er heldur lítið.
Síðan sambandið var stofnað í Hamborg, hefir ekki