Samvinnan - 01.03.1931, Page 19
SAMVINNAN
13
G.); hefir deild þessi alla framleiðsluna með höndum.Hefir
hún afarstórar mylnur og- verksmiðjur í Hamborg og þar
í grennd. Eru þar framleiddar allar helztu nauðsynjavör-
ur. Verð þeirra vara, sem framleiddar eru í framleiðslu-
fyrirtækjum G. E. G. var 1928 105 milj, marka (markið
var þá lítið eitt hæi'ra en ísl. króna). Umsetning heildsöl-
unnar var það ár 444 milj. marka. Öll umsetning banka
sambandsins var sama ár 2Vo miljarður marka. Auk þess
hafa samvinnumenn mikla bókaútgáfu, og var umsetning
hennar 16 milj. marka. Allir félagsmenn þeirra kaup-
félaga, sem eru í sambandinu, eru 2,8 milj.
Einstök félög eru mjög fjölmenn og öflug. Félagið í
Hamborg byggði t. d. í fyrra brauðgerðarhús, sem getur
bakað brauð fyrir 100 þúsund manns á dag. Það gefur
nokkra hugmynd um stærð félagsins, er það byggir eitt
brauðgerðarhús, sem væri nægilegt fyrir alla íslendinga.
Nú eru það vafalaust ekki margir Þjóðverjar, sem
halda því fram, að kaupfélagsskapurinn sé þýðingarlaus
til þess að bæta kjör alþýðu. Þó tekjuafgangur sé ekki
nema 3—4% af öllum viðskiptum félagsmanna, verður
hann þó 30—40 milj. marka á ári, sem skiptast á milli
félagsmanna. Þetta er fyrir utan allan óbeina hagnaðinn,
sem bæði félagsmenn og aðrir hafa af kaupfélögunum og
fyrir utan það, sem lagt er í sjóði, sem svo eru notaðir til
þess að auka og bæta framleiðslufyrirtækin og félagsskap-
inn, er aftur kemur fram í bættum hag fjöldans.
Frh. Gl. R.