Samvinnan - 01.03.1931, Page 20
Yestur á fjörðum.
— Feíðaminningar frá vorinu 1930. —
Eftir Jón Sigurðsson í Yztafelli.
I.
Seint á góunni 1930 lagði ég af stað með „Drottning-
unni“ frá Akureyri til ísafjarðar. Um háttatíma var haldið
út frá Siglufirði. Næsta morgun bjuggumst við við að sjá
Strandafjöllin fyrir stafni. En þegar við vöknuðum og
komum á þiljur, í blíðviðri og sunnanblæ, var á hægri
hönd lág strönd og þó klettótt sums staðar. Stýrimaður
sagði það vera Melrakkasiéttu.
„Dönum verður hér allt að ís“. „Drottningin“ hafði
um nóttina hitt ísspöng nokkra, og eigi viljað við ísinn
eiga og breytt ferð sinni, snúið frá vestri til austurs, og
þó á leið til Reykjavíkur. Hina sömu daga fóru íslenzku
skipin hiklaust fyrir Horn og Vestfirði.
— Það er svo að orði kveðið, að hafísinn sé að hverfa
frá landinu síðustu árin — eða áratugina. Og víst er það,
að minna er um hafísinn fyrsta þriðjung tuttugustu ald-
ar en síðasta þriðjung hinnar nítjándu. En ekki mun það
einvörðungu stafa af betra árferði á sjónurn, hve skipa-
ferðir eru nú öruggari en áður var. — Nokkru ráða betri
skip. En mjög miklu ráða betri og djarfan sjómenn. Danir
þeir, sem einveldi höfðu áður um siglingaí, liöfðu eigi
sterkar hvatir til þess að sinna þörfum landsmanna. Þeir
báru ábyrgð fyrir dönskum útgerðarstjórum, en eigi
bændum, sem vantaði vörur. íslendingar eru taldir flest-