Samvinnan - 01.03.1931, Page 25
S A M V I N N A N
19
sandi fullræktuðum en nú er fyrir 70, ef samgöngur yrðu
bættar og ræktun aukin svo sem skilyrði eru til.
V.
Öll byggðin á nesinu milli Patreksfjarðar og Breiða-
fjarðar heitir Rauðasandshreppur. Munu fáir hreppar
landsins verri yfirferðar, enda er hreppurinn stór og vat'
áður mjög mannmargur. Þessi hreppur myndaði hið fræga
kaupfélag Rauðasands. Ekkert sýnir betur öryggi sam-
vinnustefnunnar en það, að kaupfélagið skyldi verða frægt
fyrir gjaldþrot sitt. Svo algeng eru gjaldþrot kaupmanna,
að engum afla þau frægðar. — Kaupfélagið átti við mikla
örðugleika að stríða. Ein sveit stóð að því. Þorpið var
aldrei með. Sveitin var alltaf að tæmast, ein jörðin af
annari lagðist í auðn og sumir fluttust í burt með skuld á
baki. „Verzlunin“ á Vatneyri velti hundruðum þúsunda
í útgerð sinni. Hana munaði litlu að selja bændum vörur
og kaupa afurðir þeirra sér í skaða. Með réttu sá hún í
kaupfélaginu andstæðing, stofnun, sem var vísir til þjóð-
félagsskipunar, er hlýtur að útrýma einveldi Eyrar-
drottna. — Því fór sem fór. Bændur létu um stund undan
síga.
En hugsjónin dó ekki. Nýr foringi, fullur trúar, tók
upp merkið. Undir forystu Ólafs kaupfélagsstjóra á Geirs-
eyri blómgast nú nýtt kaupfélag á rústum hins. Það vex
með ári hverju og gekk í vor í Sambandið. Þéttur, örugg-
ur hópur bænda, sem ekki lætur nein tylliboð ginna sig,
stendur að kaupfélaginu.
VI.
Upp frá þorpinu á Eyrum gengur grýttur dalur með
hamrahlíðum. Dalbotninn er brattur, einkum ofanverður,
og lægð allt að háfjalli. Er kemur upp úr dalbotni á há-
fjallið, fer óðara að halla til Tálknafjarðar. Er ekki nema
IV2 stundar gangur milli fjarðanna. Snarbrattar, stór-
grýttar skriður eru Tálknafj arðarmegin.
Tálknafjörður er einna fábyggðastur Vestfjarða. Þar
2*