Samvinnan - 01.03.1931, Page 27
S A M V I N N A N
21
þrjá var blíðviðri milli hægra regnskúra, auð jörð og aur-
ar á vegi og fossandi hlákulækir í hlíðum. En uppi á fjöll-
unum voru hríðar, og renndi um fannhvíta eyðimörkina,
sá eigi frá einni vörðu til annarar, en tapaðist þó aldrei
vörðusjón öll. Dalur gengur upp frá þorpinu í Bíldudal, og
ber þorpið nafn dalsins. Ég kom ofan í dalbotninn, rendi
fyrst fótskriðu um hjarnhlíðar, fór síðar um auða rinda
af mosavöxnu stórgrýti, kom loks að dalsánni, sem er sam-
safn margra lækja, stórra og smárra, er mætast innst í
dalnum. Hver lækur á sér gil eða daldrag ofan í brágrýtið.
Þessi daldrög kvíslast út frá dalbotninum eins og króna á
tré. Ég held ofan dalinn. Urðarskriður, ofan frá kletta-
beltum beggja hlíða, ná niður að ánni þar efra. En smá-
saman breikkar dalurinn. Malarslétta er með ánni beggja
vegna um miðjan dal. En neðst er gróið land, mýrarhöll,
á dalsléttunni. Urðir eru í hlíðunum allt upp til miðs og
mikill gróður milli steinanna. Þar var fé á beit, föngulegt
og lagðsítt. Þar grær snemma á vorin, því að sólarhitinn
er sterkur og grjótið vermir, þar sölnar seint í steina-
skjóli, þar eru grös kjarngóð í aurrennunum, þar rífur vel
úr brattlendum á vetrum. Þessar grýttu hlíðar á Vest-
fjörðum eru aðalarðlöndin bæði í dölum og með fjörðum
öllum, alls staðar ágæt beitilönd vetur og sumar. Ofan við
urðirnar eru hamrabelti, hvert af öðru, svört og ægileg.
Varð ég að reigja höfuð á bak aftur til að sjá til brúna,
eins og Þór forðum daga. Drynjandi lækir, mórauðir af
aurburði, fossuðu uppi í klettum og fóru flyssandi niður
skriðurnar. Hríðin, sem efra var, varð hér að regni, neðst í
snjónum var mikil þýða, og leysti margan stein úr vetrar-
dróma. Sífellt hrundi úr klettum, stundum smáar flísar,
stundum heljarbjörg, er fóru í löngum loftköstum; það
var eigi þögn í dalnum. Skvaldur lækjanna og árinnar var
með ýmsum rómi á ýmsum stöðum. Skothríðin kom ofan
úr hlíðinni. Þar virtust allar tegundir skotvopna, háværar
sem lágværar, í starfi.
Neðst á dalsléttunni, niður við sjó, er sinn bærinn
hvorum megin árinnar, vel hýstir í vænum túnum. Utan