Samvinnan - 01.03.1931, Síða 33
SAMVINNAN
27
t. d. til Þingeyrar, og var oftast verið allan daginn, því
að venjulega var mótvindur og barningur aðra leiðina. Nú
g-etur einn hæglega farið með snekkjuna á hálfu skemmra
tíma eða meir, og losnað við erfiðan barning. Þá eru
snekkjumar fiskisælli; lengra verður róið á skemmra
tíma. Snekkjurnar eru fjarðabúum það sem bílar og
dráttarvélar eru landsveitum, hvorttveggja í senn: sam-
göngutæki og framleiðslutæki.
X.
Héraðið við Dýrafjörð skiptist í tvo hreppa, sinn
hvoru megin fjarðarins. Þorpið á Þingeyri er fámennt í
hlutfalli við sveitirnar. Eins og víðast vestra, var Þing-
eyrarþorpið byggt upp mjög í kring um eina verzlun og
útgerðarstöð, sem varð gjaldþrota eftir stríðið. Þá reis
þar upp kaupfélag, sem varð aðal verzlunin, en fór held-
ur óvarlega og skeytti framkvæmdastjórinn ekki réttum
samvinnui'eglum. Félagið varð fyrir miklu tapi, meðal
annars hjá gömlu verzluninni, og lá gjaldþrot opið fyrir.
En bændum í Dýrafirði var ljóst, að gjaldþrot eru „viður-
styggð eyðileggingarinnar". Náðu þeir hagkvæmum borg-
unarskilmálum og settu jarðir sínar að veði fyrir gömlu
skuldunum, reistu nýtt kaupfélag og öruggt frá grunni.
Hafa þeir Núpverjar þar einkum forgöngu.
XI.
Á annan dag páska fór ég á hestum norðui frá Dýra-
firði til Önundarfjarðar. Leiðin liggur um Gemlufellsheiði.
Er það eina leiðin milli fjarða þar vestra, sem eigi liggur
um háfjöll. Þar er alltaí dal að fara, þótt hár sé dalbotn-
inn á vatnaskilum og snjósælt.
Önundarfjörður hefir nokkuð annan svip en aðrir
firðir vestra. — Sjórinn nær ekki nándar nærri inn í dal-
botn. Innanvert í fjarðardalnum eru sandrif fjalla milli og
lón fyrir innan, en inn úr lónunum vaðlar, lágir og breiðir.
Fyllast vaðlar þessir með flóði, og verður sem fjörður, en