Samvinnan - 01.03.1931, Qupperneq 38
32
S A M V I N N A N
!eg'a aukið bændunum sjálfsvirðing' og' manngildi, niannað
þá og aukið þeim félagsþroska.
Um alla Vestfirði hefir auðræðið yfir þorpunum beð-
ið herfilegt skipbrot. Allt er í rústum. Ekki var hugsan-
legt að hverfa aftur algerlega til smárekstrar, þar sem
hver baukaði með sitt bátkríli. Um þrennt var að gera.
Að reisa aftur og aftur nýtt auðræði, með nýjum lánum
og gjaldþrotum, braski og brángsi. Að hefja atvinnu á
samvinnugrundvelli, eða þá að hið opinbera ræki starfsemi.
ísfirðingar hafa yfirleitt farið samvinnuleiðina. Þeir
hafa stofnað voldugt kaupfélag, sem reisir á þessu árí
stórhýsi. Þeir hafa samvinnubrauðgerð og loks er aðal-
atvinnuvegurinn, fiskiveiðarnar, rekinn af „S a m-
vinnufélagi fsfirðinga“. Öll þessi þrjú fyrir-
teki blómgast ágætlega og vex með ári hverju fiskur um
hrygg. Það þarf engan af stóru spámönnunum til þess
að spá í eyðurnar. Ef eigi kemur einhver óvænt óáran í
mannfólkið á fsafirði, verður eftir skamman tíma öll at-
vinna þar rekin af samvinnufélögum þeirra, sem vinna.
Þeir eiga tækin í félagi og stjórna þeim með lýðræðis-
sniði. Eftir hlutarins eðli ætti þá öll stéttastyrjöld og kaup-
deilur að falla niður, þegar verkamennirnir verða sínir
eigin vinnugjafar.
fsfirðingar þeir, sem nú ráða, stefna hvergi að auð-
ræði. En á margan hátt byggja þeir á miklum bæjar-
rekstrí. Hinar verðmætustu lóðir í kaupstaðnum og aðal-
bryggjan er nú bæjareign. Bærinn hefir reist myndarleg-
asta spítalann á landinu, annan en landspítalann. Bærinn
á hæli fyrir gamalmenni og rekur eina kvikmyndahúsið,
sem þar er. Bærinn stýrkir og eflir ágætt bókasafn. Og
að síðustu hefir bærinn tekið mikið land til ræktunar,
reist fjós og hlöður og stofnað kúabú. Það er hin mesta
þjóðlygi, að kúabúið svari illa kostnaði, Sá reikningur var
fenginn með því að reikna allan stofnkostnað sem rekstr-
arkostnað.
Allt þetta, sem ég nú hefi nefnt, er gert á fáum ár-
um, án þess hagur bæjarsjóðs hafi hallazt. Hinar miklu