Samvinnan - 01.03.1931, Page 39
SAMVINNAN
33
eignir bæjarfélagsins hafa verið „afskrifaðar“ og útsvörin
eru lægri en í sumum bæjum, þar sem minna er gert.
Víða á landinu stendur líkt á og á ísafirði þegar
„bolsar“ tóku við. Manni verður að spyrja, hvernig eigi
að endurreisa Seyðisfjörð. Á að fá þangað nýjan Stefán?
Eða á að fá þangað leiðtoga líka „bolsunum“ á ísafirði.
Ég er eigi í neinum vafa um, að það verður samvinn-
an, að nokkru leyti lögbundin, en að mestu frjáls, sem
endurreisir vestfirzku þorpin.
Hið fyrsta, sem gera þarf, er, að hvert þorp
verði hreppur f y r i r s i g. Sum þeirra eru í hreppi;
með víðlendum sveitum, og verður happ sem hlýtur,
hverjir ráða. Oft er í hreppum þessum reipdráttur milli
bænda og þorpsbúa, en nauðsyn, að hver ráði sínum
málum.
Önnur nauðsyn er, að öll þorp eignist allar lóðir sínar
og öll hafnarvirki. Þorpin þurfa einnig að eiga allt rækt-
unarhæft land hið næsta sér — misjafnlega stórt eftir
fólksfjölda þorpanna. ísafirði veitir t. d. ekki af öllu
landi í Skutulfj arðardölum, ef bærinn ætti að verða nægi-
lega birgur af mjólk.
Einokun á landi er upphaf allrar áþjánar. Þessa gætir
minna í landnáminu á íslandi en víðast annars staðar.
En þessa verður þó glögglega vart á Vestfjörðum. Einn
maður eða félag ræður þar oft yfir landi, sem mörg
hundruð manna þurfa að lifa á. Landeigandi hefir þá eða
getur haft allt ráð þeirra í hendi sér. Sums staðar kemur
þetta fram sem einokun á bryggjum og uppsátrum, svo
að öll útgerð og verzlun má heita bönnuð öðrum. Annnars
staðar eru okurgjöld á hagabeit og ræktun, svo að heita
má, að forboðin sé öll ræktun og fjáreign. Ég sá á einum
stað röð af fjóshaugum í flæðarmáli, en kostaland ó-
ræktað rétt hjá þorpinu. Landið fékkst ekki, nema að láta
óhemjugjald af hendi. Kýrfóðrið var aðflutt langan veg.
Öllum þorpunum er nauðsyn, bæði frá fjárhagslegu
og heilsufræðislegu sjónarmiði, að fá margfaldlega aukna
mjólk. Gamla matið: speni á mann (fjórir um kúna) er
3