Samvinnan - 01.03.1931, Page 41
SAMVINNAN
35
heldur kaupa allar vörur í félagi, selja allar afurðir í fé-
lagi. Þá fá ailar vörur sannvirði, þá er enginn smælingi
rændur eyris virði. — Hætta alveg að vinna hjá öðrum en
sjálfum sér, eiga vinnutækin: bátana, fiskihúsin og hvað
sem til atvinnu þarf, í félagi. — Þetta er ekki neinn
framtíðardraumur, ekki neitt, sem blaðra þarf um eða
hefja um kröfugöngur. Það þarf aðeins að vinna að
þessu, byrja í ár eða að ári, vinna fast og stöðugt, þá
getur sigurinn orðið vís eftir áratug eða svo.
Ari Þorgilsson var Vestlendingur. Hann hóf fyrstur
ritöld á íslandi og lagði grundvöll þeirra bókmennta,
sem að mestu leyti eru undirstaða þjóðemis okkar og
hinnar fornu íslenzku menningar.
Jón Sigurðsson var Vestfirðingur. Hann lagði
grundvöll okkar nýju menningar.
Nýir tímar eru að hefjast. Meiri hluti þjóðarinnar
er nú búsettur í þorpurn og kaupstöðum. Hvergi á land-
inu eru þorpin voldugri í samanburði við sveitirnar en á
Vestfjörðum. Hversu ræðst þar um hinn nýja, íslenzka
menningarþátt, kauptúnamenninguna ? Verður hún að-
eins eptiröpun erlendrar auðvaldsmenningar, með fáum
drottnum og mörgum þjónum og eilífri styrjöld og at-
vinnuvandræðum í hverju þorpi? —
Ég þarf að þakka Vestfirðingum ágætar viðtökur
og mikla gestrisni. En mest vildi ég þakka, að ég þóttist
sjá þar sums staðar vísi til nýrrar kauptúnamenningar,
þjóðlegrar samvinnumenningar, þróttugrar athafna-
menningar, félagsmenningar smælingjanna.
Ég vil óska þess, að fyrir Vestfirðingum eigi að
liggja að hefja nýja grein íslenzkrar menningar til geng-
is: Þorp og borgir með nýju sniði. Þoi-pin og borgirnar
eiga sjálf allt land í nágrenninu og rækta hvern blett
með beztu tækjum. Þau eiga sjálf aflstöðvar við ár og
læki. Öll atvinna og verzlun er þar rekin af samvinnu-
félögum verkamanna og neytanda, svo að enginn er
rændur, en allir fá sannvirði fyrir afrakstur verka sinna.
Þann veg bið ég Vestfirðinga. vel að lifa.
3