Samvinnan - 01.03.1931, Page 47
SAMVINNAN
41
tekizt að geyma skyrið 2Vi m á n u ð; o g
skyrið hefir verið sem glænýtt eftir
þennan tíma. Lengri tíma hefi ég ekki sjálfur gert
tilraunir með ennþá.
Gæði skyrsins.
Fyrsta skilyrðið fyrir sölu erlendis er að skyrið sé
gott frá fyrstu hendi, áður en það er fryst. Verður það
skiljanlega þess vegna að vera:
a. það albezta, sem hægt er að búa til hér á landi
b. gæði þess alltaf að vera jöfn, og bragðið eins.
Nú er það alkunna, að skyr er að gæðum til mjög mis-
munandi, ekki einungis frá hinum einstöku sveitabæjum,
heldur og skyr mjólkurbúanna. En það versta er, að lík-
lega má fullyrða, að gæði skyrs hafa farið yfirleitt versn-
andi á undanförnum árum.Mér hefir því verið það fyllilega
ljóst, að ef skyr á að geta orðið útflutningsvara, þarf
endurbóta við frá því sem nú er. f næstum heilt ár —
eftir að frystingaraðferð mín var orðin fullkomin — hefi
ég því verið að gera ýmsar athuganir um ástæðurnar fyr-
ir mismunandi gæðum skyrsins, og jafnframt hvað gera
þyrfti til endurbóta á því sviði. Mun árangurinn af því
koma fram á sínum tíma, er framkvæmdir hefjast.
Þó vil ég minnast á eitt atriði, sem mér hefir verið í
huga við undirbúning til framkvæmda í þessu máli.
Þegar ég fyrst fór að gera tilraunir með það fyrir
augum að gera útlendingum mögulegt að borða íslenzkt
skyr heima hjá sér, hafði ég í huga, annarsvegar hve
feikna umsvifamikill „ice cream“ iðnaðurinn í Bandaríkj-
unum þá (um 1922—1928) var orðinn, og hinsvegar að
glænýtt, gott skyr með sykri og rjóma er að mörgu leyti
líkt og sérstakar tegundir af „ice cream“ („peach ice
cream“ og „lacto ice cream“); og enda gefur öll fram-
þróun þessa iðnaðar í Bandaríkjunum nægilegt tilefni til
að fetað sé í fótspor hans, sérstaklega ef eitthvert tillit
væri tekið til ummæla hinna erlendu manna, sem sagt
var frá hér að framan undir liðnum „erlendir markaðir".