Samvinnan - 01.03.1931, Page 53
SAMVINNAN
47
aldar. Samt sem áður hafði fj ármálamaðurinn Law sett
banka á fót í Frakklandi þegar árið 1716, en sá banki
varð frægastur fyrir það, hve illan enda hann fékk.
Upprunalega voru bankamennirnir ekki annað en
peningakaupmenn, v í x 1 a r a r, eins og þeir nú eru
nefndir. 1 Lundúnum höfðu gullsmiðir það hlutverk á
hendi á seytjándu öld. Nú er starfsvið víxlara eingöngu
í landamæraborgum og stórum viðskiptabæjum, þar sem
útlendingar þurfa að skipta um mynt og fá innlenda mynt
fyrir útlenda. En á miðöldunum var það nauðsynlegt, að
menn gæti fengið góða og gilda mynt hvar sem var, vegna
þess að myntir voru þá svo margar og fjöibreyttar, þar
eð hver aðalsmaður hafði leyfi til þess að láta slá sérstaka
mynt, og þá var myntfölsun einnig í algleymingi. Fyrir
skiptin tóku víxlararnir ómakslaun eða þóknun (a g i o).
f Hollandi kom á markaðinn mynt frá öllum löndum,
vegna hinna miklu viðskipta. Þar var kaupmönnum því
mikill hagnaður að því, að geta lagt silfur sitt inn í bank-
ann í Amsterdam. Hann ábyrgðist þeim, að þeir skyldi fá
aftur sama þunga í silfri, þ. e. a. s. sömu fjárhæð og þeir
höfðu lagt inn. Kaup fóru fram að viðhafðri fullgildri
mynt, sem nefnd var bankómynt. Ávísun á bankann
var því 8—10% meira virði en sama upphæð í venjuleg-
um gangeyri (Sjá Adam Smith, Wealth of Nations,
IV. bók, 3. kap.).
Víxlaramir og bankarnir eru viðskiptamiðlar eins og
kaupmennimir. Kaupmenn verzla með vör .<r, en víxlarar
og bankar með fé, þ. e. verðbréf eða peninga. Kaupmenn
kaupa vörur til þess að selja þær aftur, og gróði þeirra
er í því falinn, að kaupa fyrir svo lágt verð og selja fyrir
svo hátt verð, sem unnt er. En víxlarar og bankar taka
peninga að láni til þess að lána þá út aftur, og þeirra
gróði er í því fólginn, að þeir fá lánin með svo lágum
vöxtum, sem unnt er, en lána út aftur með svo háum
vöxtum, sem unnt er. En fjármálastarfsemi bankanna er
afar mikilvæg öllu viðskiptalífi, því að engin vara er jafn-
°ki peninganna, að minnsta kosti ekki í viðskiptalífi nú-