Samvinnan - 01.03.1931, Page 53

Samvinnan - 01.03.1931, Page 53
SAMVINNAN 47 aldar. Samt sem áður hafði fj ármálamaðurinn Law sett banka á fót í Frakklandi þegar árið 1716, en sá banki varð frægastur fyrir það, hve illan enda hann fékk. Upprunalega voru bankamennirnir ekki annað en peningakaupmenn, v í x 1 a r a r, eins og þeir nú eru nefndir. 1 Lundúnum höfðu gullsmiðir það hlutverk á hendi á seytjándu öld. Nú er starfsvið víxlara eingöngu í landamæraborgum og stórum viðskiptabæjum, þar sem útlendingar þurfa að skipta um mynt og fá innlenda mynt fyrir útlenda. En á miðöldunum var það nauðsynlegt, að menn gæti fengið góða og gilda mynt hvar sem var, vegna þess að myntir voru þá svo margar og fjöibreyttar, þar eð hver aðalsmaður hafði leyfi til þess að láta slá sérstaka mynt, og þá var myntfölsun einnig í algleymingi. Fyrir skiptin tóku víxlararnir ómakslaun eða þóknun (a g i o). f Hollandi kom á markaðinn mynt frá öllum löndum, vegna hinna miklu viðskipta. Þar var kaupmönnum því mikill hagnaður að því, að geta lagt silfur sitt inn í bank- ann í Amsterdam. Hann ábyrgðist þeim, að þeir skyldi fá aftur sama þunga í silfri, þ. e. a. s. sömu fjárhæð og þeir höfðu lagt inn. Kaup fóru fram að viðhafðri fullgildri mynt, sem nefnd var bankómynt. Ávísun á bankann var því 8—10% meira virði en sama upphæð í venjuleg- um gangeyri (Sjá Adam Smith, Wealth of Nations, IV. bók, 3. kap.). Víxlaramir og bankarnir eru viðskiptamiðlar eins og kaupmennimir. Kaupmenn verzla með vör .<r, en víxlarar og bankar með fé, þ. e. verðbréf eða peninga. Kaupmenn kaupa vörur til þess að selja þær aftur, og gróði þeirra er í því falinn, að kaupa fyrir svo lágt verð og selja fyrir svo hátt verð, sem unnt er. En víxlarar og bankar taka peninga að láni til þess að lána þá út aftur, og þeirra gróði er í því fólginn, að þeir fá lánin með svo lágum vöxtum, sem unnt er, en lána út aftur með svo háum vöxtum, sem unnt er. En fjármálastarfsemi bankanna er afar mikilvæg öllu viðskiptalífi, því að engin vara er jafn- °ki peninganna, að minnsta kosti ekki í viðskiptalífi nú-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.