Samvinnan - 01.03.1931, Side 57
SAMVINNAN
51
kægt er að ná saman með myndun félagsskapar, þá yrði
arður hans lítill af bankastarfseminni, og almenningi yrði
hún til lítilla hagsbóta, en ástæðurnar fyrir því munum
vér tilgreina á sínum tíma. Bankinn þarf einmitt á að
halda peningum alls almennings1). „Verzlun, það er fé
annarra“, stendur í leikriti nokkru, og þótt þessi setning
hafi þótt napurt skens, þá er hún ekkert annað en sann-
leikurinn sjálfur, þegar henni er snúið upp á starfsemi
bankanna.
En hvernig fer bankinn þá að því, að afla sér þess-
ara peninga? Hann tekur ekki ián á sama hátt og ríkið,
borgin eða atvinnufyrirtækið. Þau taka að láni það fé,
sem eigendumir vilja setja á vöxtu í langan tíma (gegn
arðbréfum, skuldabréfum eða hlutabréfum), en af þess
konar lánum eru vextir hærri en svo, að arðvænlegt sé
fyrir banka að taka þau. Það, sem bankinn óskar eftir
frá almenningi, er fé það, sem er í gangi og á sífelldri
hreyfingu, það fé, sem hver maður ber á sér eða geymir
heima í handraða sínum. Og í öllum löndum er mikið til
af þess háttar fé, sem ekki er ætlað til neins sérstaks, sem
ekki er eytt og ekki er notað við framleiðslustarfið. Og
bankinn segir sem svo við alþýðu manna: „Trúið mér
fyrir fé yðar, á meðan þér bíðið eftir að koma því í lóg;
ég skal geyma það og skiia því aftur jafnskjótt og þér
þurfið á því að halda. Á meðan greiði ég yður ofui'litla
vexti, 1 eða 2%. Og það er þó alltaf meira en féð gefur
yður í arð, á meðan það liggur ónotað í pyngju yðai’, og
ekki þurfið þér að bera áhyggjur af að geyma það, á
meðan það er í mínum höndum. Ég get líka gert yður
þann greiða, ef þér viljið, að vera féhirðir yðar, taka við
tekjum yðar, hirða ágóðann af arðmiðum yðar og borga
0 Ýmsir stórbankai nota aldrei sitt eigið fé í rekstrarstarf-
semi sinni, heldur festa það ýmist í fasteignum eða arðbréfum
og geyma það þannig eins og varasjóð eða trvggingu fyrir við-
skiptamenn sína. Svo er t. d. um Frakklandsbanka. Aftur á
móti á Englandsbanki næstum allt fé sitt inni hjá ríkinu, sem
hefir tekið það að láni.
4*