Samvinnan - 01.03.1931, Page 59
S A M V I N N A N
53
Þessi aðferð er að vísu sú algengasta, en þó ekki eina
innlánstilhögunin, sem til er. I Noregi, Svíþjóð og Finn-
landi tíðkast eirmig póstávísana-víxlar. Sala
slíkra víxla er þó aðeins smávægilegur þáttur í innláns-
starfsemi bankanna, vegna þess að víxlar þessir eru sjald-
an lengi úti, og upphæðir þær, sem í bankanum standa
vegna þeirra, eru yfirleitt ekki stórar og geta því ekki
gefið mikinn arð. Aðalhlutverk slíkra póstávísana-víxla
er það, að með þeim fara fram fjárgreiðslur milli fjar-
lægra staða1).
Loks er seðlaútgáfan ein tegund innlánsstarf-
semi bankanna, eins og áður er sagt. En ekki er seðlaút-
gáfan sambærileg við aðrar tegundir innlánsstarfsemi
bankanna, vegna þess að í flestum löndum eru mjög tak-
mörkuð réttindi til þess að taka slík vaxtalaus lán af al-
þýðu manna, sem bankaseðlarnir eru. Hér nokkru síðar
munum vér taka seðlaútgáfuna til nánari athugunar á-
samt fleiri atriðum bankamálanna, sem standa í sam-
bandi við hana.
III.
Um víxla og aðra útlánsstarfsemi.
Þegar bankinn hefir náð fé í sínar hendur með góð-
fyrir því (aðeins með því að geyma fé þeirra). Og reynslan sýn-
ir, að þeir hafa á réttu að standa, því að þeir fá of fjár til
geymslu. Áður var það meira að segja svo, að innlánsbank-
arnir gömlu, sem vér höfum lýst hér á undan, létu innstæðu-
eigendur greiða vexti af fénu í þóknun fyrir geymsluna og þá
fyrirhöfn, sem henni fylgdi.
þær tvær tegundir innlánsstarfsemi, sem vér höfum nú lýst,
eru ekki þær einustu, sem til eru, en samt þær langalgengustu,
að minnsta kosti á Norðurlöndum. Af öðrum aðferðum mætti
nefna t. d. sparisjóðsstarfsemina, sem náskyld er þeirri innláns-
starfsemi, sem áður var iýst.
Sá, sem fyrstur fann upp þessa víxla, var alkunnur
bankamaður sænskur, A. O. Wallenberg (d. 1886).