Samvinnan - 01.03.1931, Side 65
SAMVINNAN
59
2. Þá tíðkast einnig víða svonefnd r e i k n i n g s-
1 á n. En þau eru þannig, að bankinn leyfir skiptivinura
sínum að gefa út ávísanir á bankann, án þess að þeir hafi
lagt inn fé áður. Upphæðin er bundin við visst hámark
og tryggingar tekur bankinn af ýmsu tagi. Fyrir þessi
hlunnindi greiðir reikningshafi innritunargjald eða þókn-
un, sem venjulega er 1 °/o af upphæð þeirri, sem hann má
taka út, og auðvitað greiðir hann vexti af því, sem út er
tekið. Reikningslánin era mikilsverður þáttur í útláns-
starfsemi sænskra og finnskra banka. í raun og vem eru
reikningslánin mjög eftirsóknarverð fyrir lánþiggjanda,
þeim fylgja svo mikilsverð hlunnindi. í fyrsta lagi eru
þau honum eins konar athvarf, sem hann getur flúið til,
þegar á liggur. Og í öðru lagi getur hann innt af hendi
greiðslur sínar án peninga, með því aðeins að gefa út á-
vísun á bankann, svo lengi sem lánsupphæðm endist.
IV.
Um seðlaútgáfu.
Það er eins um banka og hverja aðra verzlun, að hon-
um er um það hugað að vikka starfsvið sitt sem mest.
Því víðtækari sem viðskiptin verða, því meiri er arðvon-
in. En hvernig verður því við komið, að víkka starfsviðið ?
Ef bankinn gæti skapað af engu það fé, sem hann
þarf að hafa í rekstri sínum, í stað þess að bíða þolin-
móður eftir því, að alþýða manna komi að leggja það inn,
þá væri það auðvitað í alla staði heppilegi’a. Og í raun og
veru var þetta gert, þegar byrjað var á að nota til
greiðslu gangeyri þann, sem nefndur er b a n k a s e ð 1 -
arf). Og reynslan hefir sýnt, að þetta var ágæt upp-
fynding.
a) Heiðurinn af því að finna fyrstur upp bankaseðla er eign-
aður sænskum embættismanni, fæddum í Riga, hann hét Johan