Samvinnan - 01.03.1931, Page 66
60
SAMVINNAN
Þegar banki tekur víxla til forvöxtunar, greiðir
hann þá í seðlum í stað málmpeninga. Menn gæti undrazt
það, að almenningur skuli láta sér það lynda. Kaupmaður
kemur t. d. inn í banka með 1000 franka vixil, sem hann
þarf aö selja. Og bankinn greiðir honum víxilinn með
öðru skuldabréfi, 1000 franka seðli. „Hvaða gagn hefi ég
af þessu?“ gæti harrn sagt við sjálfan sig. „Skuldaskír-
teini fyrir skuldaskírteini! Væri mér ekki eins gott að
halda því, sem ég hafði? Það era peningar, sem mig
vantaði“. Að vísu, en þótt bankaseðillinn sé ekki annað
en skuldaskírteini, alveg eins og víxillinn, þá er hann ó-
líka handhægari. Hann er öllum verðbréfum fremri, og
sérstaklega þó víxlunum, í þeim efnum, sem nú skal
grema:
1. Bankaseðlar ganga manna á milli eins og
málmpeningar, án áskrifta og þess umstangs og ábyrgð-
ar, sem því fylgir.
2. Þeir era i n n 1 e y s t i r, þegar handhafi óskar
þess, en innlausn annarra verðbréfa fer aðeins fram á
vissum gjalddaga og að liðnum tilteknum uppsagnar-
fresti.
3. Einmitt af því, að þeir eru innleystir, þegar þess
er beðizt, eru þeir vaxtalausir, en af því leiðir aftur það,
að gengi þeirra er alltaf óbreytt, eins og málmpeninga,
en ekki háð breytingum. Aftur á móti er breytilegt gengi
annarra verðbréfa, sem falla í gjalddaga á vissum tíma,
og fer gengi þeirra eftir því, hve langur tími er eftir til
gjalddaga.
4. Þeir eru alltaf endurkræfir, en kröfuréttur ann-
Palmstruch. Árið 1656 kom hann á fót banka þeim, sem tólf ár-
um síðar varð Rikens Stánders Bank (Ríkisbanki
Svía). En þá hafði hann að minnsta kosti í fjögur ár verið þess
vanmegnugur að innleysa seðla sína. Bankamenn í Ítalíu og
Hollandi létu einnig gera eins konar seðia. En þeir seðlar voru
tryggðir með málmmynt; þeir voru notaðir fyrir innstæðukvitt-
un. Sjá um þetta D e t e k o n o m i s k a samhállslivet, I.
bindi, bls. 320.