Samvinnan - 01.03.1931, Page 67
SAMVINNAN
61
avra verðbréfa er að engu orðinn, þegar liðinn er tiltekinn
tími.
5. Gildi þeirra er þægilegt í meðförum eins og málm-
myntar. Þeir gilda 5, 10, 20 eða 100 krónur eða mörk; 50,
100, eða 1000 franka; en önnur verðbréf, sem verða til
vegna ýmiss konar viðskipta, gilda ýmsar upphæðir, sem
erfiðari eru í meðförum.
6. Þeir eru útgefnir og undirritaðir af þekktum
banka, og nafn hans er kunnugt öllum, jafnvel í erlend-
um viðskiptaheimi. Aftur á móti er það venjulega svo
með víxla, að samþykkjandi, útgefandi og ábekingar eru
óþekktir af öðrum en þeim, sem þeir eru í viðskiptasam-
bandi við.
Af öllum þessum ástæðum er það, að almenningur
tekur bankaseðla gilda sem málmmynt væri.
Það leiðir af sjálfu sér, að bankar hafa mikinn hagn-
að af seðlaútgáfu. Annars vegar gerir hún þeim kleift að
víkka starfssvið sín; enda þótt skynsamlegt sé að fara
varlega í þær sakir af vissum ástæðum, sem vér mun-
um greina síðar. Og hins vegar er það, að veltu-
féð, sem bankarnir skapa sér með seðlaútgáfu, er þeim
miklu hagfelldara en veltufé það, sem þeir afla sér með
innlánum, því að af innlánum verða þeir að jafnaði að
greiða einhverja vexti. En seðlarnir eru vaxtalausir. Þeir
hafa ekki annan kostnað í för með sér en pappír og prent-
un, og sá kostnaður er sáralítill.
Þess er þó ekki að dyljast, að þetta starf bankanna
hefir margar og miklar hættur í för með sér, þótt það
geti aflað þeim mikilla tekna. Seðla þá, sem eru í umferð,
geta menn komið með til innlausnar, þegar minnst varir;
þeir eru því s k u 1 d, sem hægt er að innheimta hvenær
sem er, alveg eins og meiri hluti af skuldum bankans, sem
fólglnn er í innlánunum, og bankinn er því staddur í tvö-
faldri hætti. Iiann verður að vera við því búinn að geta
endurgreitt innláninog samtímis að geta i n n-
leyst seðlana. Og hafi bankanum verið nauðsynlegt
að hafa fé í sjóði til þess að geta endurgreitt innlánin, þá