Samvinnan - 01.03.1931, Qupperneq 68
SAMVINNAN
62 •
tvöfaldast sú nauðsyn við það, að hann á nú einnig a
hættu að þurfa þá og þegar að innleysa seðla þá, sem
í umferð eru. Það er því auðskilið, að slíkur sjóður er lög-
boðinn í bankalöggjöf flestra landa. En auðvitað er það
bönkunum keppikefli að hafa þennan sjóð sem minnstan,
og sú freisting er mikil, því að peningar þeir, sem bank-
arnir geyma þannig ónotaða, gefa engan arð. Ef Frakk-
landsbanki t. d. væri einkabanki, þá mundu eigendur
hans efalaust andmæla því kröftuglega, að málmforði
hans, sem nemur meira en fjórum miljörðum franka, er
tekinn úr umferð, í stað þess að nota hann til iorvöxtun-
ar víxla eða annarra arðbærra viðskipta.
y.
Um einokun og samkeppni í seðlaútgáfu.
Það leynir sér ekki, að lögmálið um samdrátt fram-
leiðslunnar stefnir að því að fækka bönkum frekar en
fjölga; sérstaklega kemur það fram í sambandi við við-
skiptastarfsemi bankanna, svo sem forvöxtun o. fl. En
langt er þó frá því, að hér sé um einokun að ræða, og
engum kemur til hugar að veita einstökum banka lög-
verndaðan rétt til einokunar. Hitt er aftur á móti allri
verzlun hagkvæmast, að bankar sé sem flestir og keppi
hverjir við aðra, til þess að forvextir verði sem lægstir.
En um seðlaútgáfuna gegnir öðru máli. Þá er ekki
um hag kaupmannsins að ræða, heldur hag alls almenn-
ings. Tilgangurinn er þá ekki sá, að fá lán með hagfelld-
um kjörum, heldur hinu, að fá góða pappírsmynt, sem
jafngildi málmmyntinni og sé jafutrygg henni. Og
hvernig fara menn að, þegar þeir setja málmmynt í um-
ferð? Er þá leyfð frjáls samkeppni? Nei, alls ekki. Mönn-
um er það ljóst, að samkvæmt Greshams lögmáli hverfur
betri myntin fyrir hinni verri, og samkeppnin myndi þá
verða þess valdandi, að lélegasta myntin héldi velli í