Samvinnan - 01.03.1931, Síða 70
64
S A M V I N N A N
Og' jafnvel þar, sem einkaréttur til seðlaútgáfu hef-
ir ekki komizt á, svo sem í Englandi og Þýzkalandi,
stefnir þó allt að því marki. I þessum löndum er það svo,
að þegar seðlabanki hættir störfun eða sleppir réttindum
til seðlaútgáfu af einhverjum ástæðum, þá taka ekki aðr-
ir einkabankar við þeim rétti, heldur er það E n g 1 a n d 3-
b a n k i eða Ríkisbanki Þýzkalands, sem erfir
réttindi þeirra.
Eins og við er að búast líta frjálslyndir hagfræðing-
ar frekar óhýrum augum á þessa þróun seðlaútgáfunnar,
sem öll stefnir til einkaréttinda og ríkiseinokunar.
Ef aðeins væri um það að ræða, að gefa út banka-
seðla, og ef ríkisbankinn væri ekkert annað en útgáfu-
stofnun á borð við myntsláttuna, þá myndi þeir láta sér
það lynda. En seðlaútgáfan verður ekki á þann veg greind
frá öðrum viðskiptagreinum bankans, sem hún er ná-
tengd í eðli sínu. Seðlarnir komast ekki í umferð með öðr-
um ráðum en forvöxtun og lánum. Og hvernig gæti ríkis-
banki staðizt án forvaxtastarfsemi ? Seðlarnir grundvall-
ast á málmforða; málmforðinn fæst með innlánum. Allt
er hvað öðru háð. Þetta vita líka stuðningsmenn ríkis-
bankanna. Þeir vilja alls ekki á það fallast, að ríkisbanki
eigi að vera eins konar ósjálfstætt áhald til seðlaútgáfu.
Þeir vilja gera bankastarfsemi hans sem fullkomnasta, til
þess að berjast á móti „fámennisstjórn í fjármálum".
Þeir vilja efla sjóð ríkisbankans, svo að hann geti orðið
stríðssjóður ríkisins og náð því valdi yfir öllum viðskipta-
gerðum, sem þarf til þess að geta ráðið hækkun og lækk-
un forvaxta. En hér mæta menn aftur hinni alþekktu
mótbáru gegn því, að ríkið sé hæft til verziunarstarfsemi,
og þá fyrst og fremst hinnar vandasömustu, en svo verð-
(Sjá Emil Schybergson: Finnlands B a n k 1811—1 9 1 1 og
B a n k v á s e n d c t s i F i n 1 a n d u t v e c k 1 i n g.)
Vér getum ekki hér gcrt grein fyrir skipulagi banka i
ýmsum löndum. Sjá um það efni t. d. Ivar Hultman: Europ-
a s C e n t r a 1 b a n k e r.