Samvinnan - 01.03.1931, Page 77
SAMVINNAN
71
það, sem nemur málmforðanum, að viðbættum 18.450.000
sterlingspundum (465 miljónir franka). Og hvers vegna
eru takmörkin sett þannig? Það er af því, að þessi upp-
hæð, sem umfram er málmforðann, samsvarar stofnfé
bankans. En þetta stofnfé er að miklu leyti ímyndað, því
að mikill hluti þess (275 miljónir franka) er gömul inni-
eign hjá ríkinu, og endurgreiðsla þess fjár er á ábyrgð
ríkisins. En hinn hluti stofnfjárins er fólginn í arðbær-
um ríkisskuldabi’éfum1).
Til þess að bankinn haldi sem bezt reglur þær, sem
honum eru settar, er honum skipt í tvær deildir. Önnur
deildin nefnist banking department (bankadeild-
in), og hefir hún á hendi bankastarfsemi, innlán og for-
vöxtun, en fær ekki að gefa út seðla. Hin deildin nefn-
ist issue department (útgáfudeildin), og gefur
hún út seðla, en fær ekki að hafa á hendi bankavsðskipti.
Útgáfudeildin fær bankadeildinni í hendur seðla sína, eft-
ir því sem hún þarf á að halda. En þegar seðlamagnið
hefir náð hámarki (465 miljónum franka, eða 18.450.000
sterlingspundum), lætur útgáfunefndin ekki meiri seðla af
höndum nema gegn greiðslu í málmpeningum eða gull-
stöngum.
Ef um einhvern annan banka væri að ræða en Eng-
landsbanka, gæti slík takmörkun seðlaútgáfunnar ekki tal-
izt nógu trygg. Stofnfé banka er í raun og veru ekki hand-
bært fé að öllum jafnaði, og allra sízt, þegar svo stendur
á sem hér, að það er innieign hjá ríkinu. Þessi takmörk-
un er þar að auki í framkvæmdinni óhæf á stundum, t.
d. á krepputímum, og þrisvar sinnum hafa menn neyðzt
til að afnema hana. Það var árin 1847, 1857 og 1866. Þá
var bankanum leyft að gefa út meira en takmörkunin
ákvað. Það er auðskilið, að ef svo stæði á, að bankinn
ætti í sjóði 500 miljónir í gulli og 965 miljónir í seðlum
x) þegar ríkisstjórnin veitti Englandsbanka sérréttindi
hans 1694, fékk hún þar í móti að láni allt stofnfé hans og
hefir ekki greitt það síðan.