Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 79
SAMVINNAN
73
landi, Austurríki, Spáni, Sviss, Ítalíu, Hollandi, Rússlandi
og víðar)1). Þessi aðferð veitir meira svigrúm en sú
fyrrnefnda, en leiðir þó til þess sama, þ. e. a. s., að for-
vöxtun og jafnvel innlausn seðlanna getur reynzt ókleif,
þegar minnst varir. Hættan, sem menn vildu koma í veg
fyrir, vofir því sífellt yfir. Ef vér gerum ráð fyrir, að
málmforði bankans sé 100 miljónir og seðlar í umferð
300 miljónir, þá hefir seðlaútgáfan einmitt náð því há-
marki, sem leyfilegt er. En þá getur bankinn ekki inn-
leyst einn einasta seðil, án þess að málmforðinn fari nið-
ur úr þriðjungi seðlamagnsins (því að 99 er ekki þriðj-
ungurinn af 299). Þegar svo er komið, neyðast menn
því til að brjóta regluna, ef kreppu ber að höndum.
3. Þriðja aðferðin er sú, að ákveða blátt áfram h á-
mark þeirrar upphæðar, sem út megi
gefa af seðlum.
Þessari aðferð hefir verið beitt í Frakklandi síðan
1883. En hvað stoðar það, að Frakklandsbanki má ekki
gefa út nema takmarkaða upphæð af seðlum, ef hann
getur minnkað málmforða sinn niður í ekki neitt'? Hver
er þá tryggingin fyrir allan almenning? Hún er ein-
göngu fólgin í varfærni bankans, því að hann reynir
eftir mætti að halda við skynsamlegu hlutfalli milli málm-
forðans og seðlanna í umferð. Reyndin er sú, að Frakk-
landsbanki hefir alltaf hagað sér eins og hann væri
háður fyrstu reglunni (curreney principle). Málmforði
hans er að jafnaði 80% af seðlamagninu og hefir aldreí
farið niður úr tveim þriðju hlutum seðlamagns þess,
sem í umferð er.
Samt sem áður er það allt of mikið og þar að auki
hættulegt, að hafa allt að 6 miljörðum franka í seðlum 1
umferð, og að sú upphæð geti meira að segja hækkað upp
R Hlutfallið milli málmforðans og seðlamagnsins er 40:60
í Austurríki og Ítalíu. í Rússlandi var það svo fyrir stríð, að
seðlamagnið mátti ekki vera meira en tvöfaldur máimforðinn
og munurinn aldrei meiri en 300 miljónir rúblna (800 miljónir
franka).