Samvinnan - 01.03.1931, Side 80
74
SAMYI N 'N A N
í 6,800 miljónir franka. Slíkt verður ekki réttlætt nema
af stjórnarfarslegum ástæðum. Menn vilja láta bankann
hafa svo öflugan og mikinn málmforða sem unnt er, sem
geti verið stríðssjóður, ef á þarf að halda. Og það er
augljóst, að ef menn vilja ekki láta hreyfa við þeim sjóði
til forvaxtastarfsemi og annarra bankaviðskipta, þá
verður að gefa út meira og meira af seðlum jafnt og
þétt. Sex miljarðar er átta sinnum meira en það, sem
venjulegt er að hafa af seðlum í umferð á Englandi. Að
vísu þarf Frakkland á að halda meira seðlarnagni en Eng-
land, af því að innstæður, ávísanir og því um líkt er
miklu minna notað í Frakklandi. Þar stendur það Eng-
landi að baki.
4. Fjórða aðferðin er í því fólgin, að bankanum er
gert að skyldu að tryggja með öruggum verð-
bréfum alla þá seðla, sem hann gefurút.
Oftast er það gert með ríkisskuldabréfum, sem verða þá
að vera að nafnvirði að minnsta kosti jafnmikil upphæð og
seðlamagnið er.
Þessari aðferð var beitt í Bandaríkjunum fram til
1914. En þá var seðlaútgáfuréttur fenginn með nýjum
lögum í hendur tólf bönkum (Federal Reserve
B a n k s), sem eru háðir einum aðalbanka (F e d e r a 1
Reserve Board).1)
Áður var það svo, að hver „þjóð“-banki (þeir eru
til yfir 7000) varð að afhenda ríkissjóði ríkisskuldabréf
að jafnri upphæð seðlamagninu, til tryggingar seðlum
þeim, sem hann gaf út. (Seðlana fengu bankarnir
reyndar frá ríkinu, því að þeir máttu ekki láta prenta
þá sjálfir.
Þessa aðferð fann stjórnin upp, meðan á borgara-
stríðinu stóð í Ameríku. Og það var ekki gert til þess að
tryggja seðlana, heldur til þess að ná í kaupendur að
x) Sjá um þetta efni ritgerð D. Davidsons prófessors:
B a n k r e f o r m e n i F ö r e n t a s t a t e r n a, í E k o n o-
misk Tidsskrift, 1914.