Samvinnan - 01.03.1931, Page 82
76
S A M Y I N N A N
in um einn aðalbanka hefir rutt sér til rúms í öllum lönd-
um, og það jafnvel í Bandaríkj unum.
Stórbankarnír eru auðvitað í sambandi hver við ann-
an. Það hefir meira að segja komið fyrir tvisvar sinnum,
að Frakklandsbanld hefir lánað Englandsbanka 100 milj-
ónir í gulli, til þess að koma í veg fyrir, að hann neydd-
ist til að hækka forvexti. En í staðinn fyrir slík við-
skipti, sem ekki eiga sér stað nema endur og sinnum,
mætti hugsa sér eins konar alþjóðaráð eða fjármálaþing,
þar sem bankar þessir ætti fulltrúa, sem sendi málm-
mynt til þeirra landa, sem skorti hana. Og á þann hátt
mætti halda við jafnvægi á peningamarkaðinum og
koma í veg fyrir kreppur. Þessi stórkostlega hugmynd
var fram borin á Italíu árið 1907. Það gerði Luzzatti fyrr-
verandi forseti.
VII.
Bankaseðlar og pappírsmynt.
Bankaseðlar og pappírsmynt er svo líkt hvað öðru,
að allur almenningur gerir sér ekki grein fyrir munin-
um á þessu tvennu. Hvorttveggja er notað í stað peninga.
I Englandi og Frakklandi hafa bankaseðiar lögfest gildi
eins og gullmyntin. En bankaseðlar eru pappírsmynt
fremri í þremur greinum; það mætti segja, að þeir sé
tryggðir á þrennan hátt fram yfir pappírsmyntina,
1. I fyrsta lagi eru bankaseðlar alltaf innleysanlegir.
Eigandi seðils getur alltaf breytt honum í málmpeninga,
þegar hann vill; en það getur eigandi pappírsmyntar ekki
gert við hana. Að vísu er pappírsmyntin eftir ytra útliti
að dæma loforð um greiðslu eins og bankaseðlarnir, og
þess má vænta, að ríkið innleysi hana, þegar hagur þess
batnar. En eftir því geta þeir ekki alltaf beðið, sem við
greiðslunni taka og þurfa að nota féð, því að biðin getur
orðið löng.