Samvinnan - 01.03.1931, Page 83
SAMVINNAN
77
2. Bankaseðlar eru gefnir út í sambandi við viðskipti
bankanna og ekki meira af þeim en það, sem nauðsyn-
legt er þeirra viðskipta vegna, t. d. jafnmikið og víxlar
þeir nema, sem forvaxtaðir eru — að frádregnum for-
vöxtunum. En pappírsmyntin er gefin út af ríkisstjórn-
inni til þess að standast útgjöld ríkisins, og reglurnar eða
takmörkin fyrir útgáfu pappírsmyntar eru því engin önn-
ur en tilfallandi fjárhagslegar þarfir ríkisins.
3. Að lokum má geta þess, að bankaseðlar eru gefnir
út af b a n k a, eins og nafnið bendir til, þ. e. a. s. stofn-
un, sem hefir það aðalmarkmið að stunda viðskipti, enda
þótt bankinn beri stundum meiri eða minni svip af því,
að vera alþjóðarstofnun. Hins vegar er það ríkið sjálft,
sem gefur út pappírsmyntina.
Bankaseðlar eru því mjög ólíkir pappírsmynt. En
stundum geta þeir þó líkzt henni allmjög, ef þeir missa
að nokkru eða öllu sérkenni þau, sem nú voru talin hér
að framan.
1. Hugsanlegt er, að bankaseðlar sé í umferð með
n a u ð g e n g i. Þ. e. a. s. að þeir sé ekki innleysanlegir,
að minnsta kosti um tíma. Þetta hefir komið fyrir á
krepputímum um seðla nærri því allra stórbanka.
Ekki má blanda saman löggengi og nauð-
g e n g i. Seðlar eru í löggengi, þegar lánardrottnar og
seljendur geta ekki neitað að taka við þeim upp í greiðsl-
ur. En í n a u ð g e n g i eru þeir, þegar þeir eru lögleg-
ur gjaldeyrir, án þess þó, að handhafi þeirra geti krafizt
þess, að bankinn innleysi þá með málmpeningum. Seðlar,
sem eru í nauðgengi, eru því alltaf í löggengi um leið. En
sú regla gildir ekki, ef henni er snúið við, þ. e. a. s. að
seðlar í löggengi eru ekki alltaf í nauðgengi. í Frakklandi
og Englandi hafa bankaseðlar löggengi, en þeir eru ekki
i nauðgengi fyrir því. Hver maður verður að taka þá gilda
sem gjaldeyri, og hver maður hefir einnig rétt til að
krefjast innlausnar á þeim, hjá bankanum, þegar hann
vill.
Enda þótt um nauðgengi sé að ræða, er enn sá mun-