Samvinnan - 01.03.1931, Side 84
78
S A M V I N N A N
ur á bankaseðlum og pappírsmynt, sem nefndur er í 2 og
3 hér að framan; sérstaklega þó sá munur, sem nefndur
er í 2. gr.: Seðlamagnið er ekki ótakmarkað, og um það
ræður ekkert handahóf. Það er háð þörfum viðskiptanna.
Og það er góð trygging.
2. Komið getur það fyrir, að bankaseðlar sé ekki
aðeins með nauðgengi, heldur sé þeir þar að auki gefnir
út til þess að styðja fjárhag ríkisins og notaðir til þess
að standa straum af útgjöldum þess, í stað þess að vera
gefnir út eftir þörfum viðskipta og verzlunar. Þá er að-
ferðin sú, sem hér segir: Þegar ríkisstjórnina vantar pen-
inga, snýr hún sér til bankans og segir: Láttu prenta
nokkur hundruð miljónir af seðlum og lánaðu mér þá.
Ég skal tryggja þá með því að fyrirskipa nauðgengi á
þeim. — Þetta var gert í fransk-þýzka stríðinu 1870.
Franska stjórnin lét Frakklandsbanka lána sér samtals
1470 miljónir, en til þess að geta fengið þessi lán, fyrir-
skipaði hún nauðgengi á seðlum bankans. Þegar svo er
að farið, fellur burt önnur tryggingin. Takmörk seðiaút-
gáfunnar eru þá engin önnur en þarfir ríkisins, og þá
verður því ekki neitað, að bankaseðlarnir eru orðnir
næsta líkir pappírsmyntinni.
En samt er þriðja tryggingin eftir, þó að svona fari,
og hún ein er næg til þess, að bankaseðlunum er miklu
síður hætt við að falla í verði en pappírsmyntinni.
Reynslan hefir sýnt þetta og sannað augljóslega, því að
ríkisstjórnir hafa yfirleitt gefizt upp á að gefa út beina
pappírsmynt og í stað þess notað bankana fyrir millilið.
Almenningur treystir því yfirleitt, að bankarnir spyrni
á móti því, að gefa út of mikið af seðlum, enda þótt reynt
væri að þvinga þá til þess, því að það myndi koma þeim
sjálfum á lmé. Og það er almenningsálit, og því miður
ekki að ástæðulausu, að fjárhagsleg stofnun, sem gæta
verður sinna eigin hagsmuna, er betur vakandi og sýnir
meiri dug og varkárni en ríkisstjórn eða fjármálaráð-
herra, sem á að bera hagsmuni almennings fyrir bi'jósti
fyrst og fremst.