Samvinnan - 01.03.1931, Page 88
82
S A M y I N N A N
svo, að víxilgengið sé óhagstætt. Aftur á móti er sagt,
að víxilgengi sé hagstætt í landi, þar sem víxlar þess
eru skráðir í útlöndum undir nafnverði. Skýringin er hin
sama. Verðfall víxlanna í útlöndum gefur í skyn, að við-
skiptajafnvægið sé hagstætt landinu, og það er fyrirboði
þess, að málmforði flytjist inn í landið frá útlöndum.
Ekki má þó gera of mikið úr þessu, að víxilgengi
sé hagstætt eða óhagstætt. Vér vitum, að sú staðreynd,
að land verður að senda málmforða til útlanda eða flytja
inn málmforða þaðan, hún getur hvorki orðið því til mik-
illa hagsbóta né stórtjóns, og slíkt ástand helzt venjulega
aðeins um stundarsakir. En frá sjónarmiði bankanna er
þetta mikilvægt atriði, því að ef senda þarf málmforða út
úr landinu, verður að taka hann úr sjóðum þeirra. Bank-
arnir veita því mestu athygli öllu því, sem bendir til þess,
að svo muni fara. Og þeir hafa alltaf augun á víxilgeng-
inu, eins og sjómaður gætir loftvogar, þegar von er ó-
veðurs.
Þess ber líka að gæta, að breytingar víxilgengis eru
miklu þrengri takmörkum bundnar en breytingar á öðru
verðlagi. Víxilgengi er aldrei skráð mikið undir eða yfir
nafnverði (að minnsta kosti aldrei á venjulegum timum;
undantekningar geta að vísu komið fyrir, og munum vér
víkja að því síðar). Orsakir þessa eru tvær:
1. Hvers vegna sækist kaupmaður, sem skuldar í út-
löndum, eftir víxlum? Eingöngu til þess að losna við
kostnað þess að senda málmpeninga og skipta innlendri
mynt í útlenda. En þá er það augljóst, að ef þóknunin,
sem hann verður að greiða fyrir að ná í víxilinn, er hærri
en sá kostnaður, þá er honum tilgangslaust að kaupa
víxilinn. Hins vegar reynir kaupmaðurinn, sem á inni í út-
löndum, eða bankinn, sem er fulltrúi hans, að selja slíka
víxla til þess að losna við óþægindin af að útvega peninga
í útlöndum og fá þá senda þaðan. En auðvitað selur
kaupmaðurinn eða bankinn ekki víxlana, ef þeir falla of
langt niður úr nafnverði; þá kostar hann heldur til þess
að láta senda sér málmpeninga frá útlöndum. Tilgangur-