Samvinnan - 01.03.1931, Page 97
SAMVINNAN
91
fyrst með því að selja víxla sína. Ef sú leið lokast, eða
verður of kostnaðarsöm, selja þeir önnur verðbréf sín (ef
þeir eiga þau nokkur til), og ef það úrræði bregzt líka,
verða þeir að selja vörur sínar, sem þeir geyma í forða-
búrum sínum. Afleiðing þess verður almennt verðfall. En
það verðfall hefir sömu afleiðingar og verðfall víxlanna
og kauphallarverðbréfanna og verður þar að auki miklu
víðtækara: útlendingar fara að kaupa vörurnar, og það
eykur útflutning úr landinu og gerir það að innieiganda í
öðrum löndum. Afleiðingunum af hækkun forvaxta má
lýsa í fám orðum þannig: Hækkun forvaxta leið-
ir af sér skort á peningum, aðþvíervirð-
ist, og orsakar með því almennt verð-
f alli).
Óneitanlega fylgja þessu óþægindi og örðugleikar.
En afleiðingarnar eru þær, að eftirspurn eykst af hálfu
útlendinga, og þar af leiðir, að peningar fljóta inn í land-
ið. En það er kostur, og þar í er fólgin sú hjálp, sem
nauðsynlegust er til úrbótar.
x) „Að því er virðist", segjum vér. En þessi skortur er þó oft
eða getur verið raunverulegur, og það liggur í því, að málmforði
flyzt úr landi. það sannast hér sem oftar, að með illu skal illt
út reka (simiiia similibus).