Samvinnan - 01.03.1931, Síða 99
SAMVINNAN
93
í fyrsta lagi mætti benda á það, að þessi mismunur
fer hraðvaxandi vegna þess, að auðæfi safnast alltaf meir
og meir á fáar hendur. Miljörðungar eru nýtt fyrirbrigði,
þeirra kyn er óþekkt á undanförnum mannsöldrum. Þessi
vaxandi einstaklingsauður er þó ekki litinn sömu augum
af öllum. Karl Marx hélt því fram, að misskipting eign-
anna færi sívaxandi vegna þess, að auðurinn hrúgaðist
jafnt og þétt hærra og hærra á vissum stöðum, er, fá-
tæktin ykist jafnhliða á öðrum stöðum. En ekki virðist
sú skoðun alls kostar rétt. Að vísu safnast auðurinn óð-
fluga á vissar hendur og auðkýfingum fjölgar jafnt og
þétt. En fjöldi fátæklinga eykst ekki, síður en svo.
Annað er það, sem telja má lítt við unandi: Misskipt-
ing eignanna helzt óbreytt og söm og jöfn, enda þótt
misskipting annarra hluta hverfi og meiri jöfnuður kom-
ist á manna á meðal um flest annað. Allir eiga að vera
jafnir fyrir lögunum, bæði borgaralegum lögum og hegn-
ingarlögum. Almennur kosningarréttur leiðir af sér jafn-
rétti í stjórnmálum. Aukin alþýðumenntun stefnir til eins-
konar andlegs jafnréttis. En hitt helzt, að eignum og auði
er misskipt milli manna, og sú misskipting eykst. Áður
var hún dulin bak við annan meiri mismun í ýmsum
efnum. En nú er hún efst á baugi, ber mest á henni,
mest um hana deilt, og hún vekur beiskasta hatrið meðal
manna.
í öðru lagi má benda á það, að misskipting eign-
anna nú er miklu víðtækari en áður var; afleiðingar henn-
ar ná miklu lengra, bæði til ills og góðs. Af þeim leiðir
ný misskipting á öðrum sviðum, sem skerpir og eykur
mismuninn á kjörum manna yfirleitt. Sumir munu segja,
að misskipting eignanna hafi ekki víðtækari eða meiri af-
leiðingar en misskipting vitsmuna, mælsku eða mann-
virðinga. Jú, vissulega hefir hún það, því að þetta þrennt,
sem nefnt var, stendur og fellur með auðnum, eins og
flestir andlegir verðleikar gera meira eða minna.
Auðurinn veitir eigöndum sínum ekki aðeins allar
hugsanlegar nautnir, sem eitt fyrir sig væri frekar lítils