Samvinnan - 01.03.1931, Page 103
SAMVINNAN
97
störf, sem innt eru af hendi. Þar að auki verður að krefj-
ast þess, ef gætt er alls réttlætis, að öllum sé gefin jöfn
tækifæri til þess að komast áfram. En þessu tvöfalda skil-
yrði er mjög illa fullnægt á meðan það skipulag helzt 1
viðskiptum, sem vér eigum nú við að búa.
Kynslóð eftir kynslóð hefir misskipting eignanna
haldið áfram að aukast, og smátt og smátt hefir hún skap-
að það, sem vér nefnum s t é 11 i r þjóðfélagsins. Hún
dregur kjark úr þeim, sem standa í lægstu þrepum mann-
félagsstigans með því að meina þeim alla möguleika til
uppgöngu. Og hún vaggar þeim í værð og athafnaleysi,
sem efstir standa, í fullu trausti þess, að þeir hafi nóg
og það verði ekki frá þeim tekið. Hún slítur bandið, sem
á að tengja saman þegna þjóðfélagsins, sundrar sam-
heldnistilfinningunni með því að skapa óbrúanlegt hyl-
dýpi milli Lasarusar og ríka mannsins. Hún stöðvar vinn-
una í höndum þeirra, sem eru allt of fátækir, af því að
þeir eiga engan kost á að afla sér framleiðslutækja. Og
hún stöðvar vinnuna í höndum þeirra, sem eru allt of auð-
ugir, af því að þeir finna enga þörf hjá sér ti] að vinna.
Misskipting eignanna elur af sér tvenns konar bölvun,
sem lengi hefir hrjáð þjóðfélögin, iðjuleysi og ö r-
birgð. Hún heldur uppi tveimur flokkum sníkjudýra,
öðrum í undirdjúpum þjóðfélagsins, hinum á hæðum þess
og efstu tindum.
II.
Hvernig verður eignaskipting til?
Ef hver maður framleiddi fyrir sjálfan sig eins og
Róbínson á eyju sinni, þá ætti hver og einn að halda því
til eignar, sem hann gerði, og skipting nytsemdanna þyrfti
þá ekki að valda neinum vanda. Reglan um, að hver hafi
sitt (suum c.uiqve) væri þá haldin af sjálfu sér.
En slíkt skipulag, sem kæmi í bága við öll viðskipti
7