Samvinnan - 01.03.1931, Qupperneq 107
S A M V I N N A N
101
verður stóreignamaður á fáum árum. Engin vinna (ef
svo mætti að orði kveða) er betur launuð en hnefaleikar.
Fyrir þá hafa stundum fengizt 30000 frankar á mín-
útu1). Ef menn spyrðu nú, hvers vegna þessir síðartöldu
menn fá hundrað þúsund sinnum betur borgað en stræta-
hreinsarinn, þá mundu áhangendur Bastiats hagfræð-
ings svara því samstundis á þessa leið: Það er af því, að
þessir síðar nefndu menn gera þjóðfélaginu hundrað þús-
und sinnum meira gagn en strætahreinsarinn — og sönn-
un þess er fólgin í þeirri staðreynd, að þjóðfélagið fellst
á að borga þeim hundrað þúsund sinnum meira.
Látum það gott heita. En hættum þá líka að tala urn
réttlæti í þessum efnum, þegar þau störf, sem nauðsyn-
legust eru, til þess að menn geti lifað, eru lítils eða jafn-
vel einskis metin, hvort heldur er líkamleg vinna eða
starf uppfinningamanna, sem soltið hafa heilu hur.gri, en
ýmsar aðrar athafnir aftur á móti eru launaðar gulli og
gersemum og geta skapað auðlegð þeim til handa, sem
framkvæmir þær, enda þótt til þess þurfi ekki annað en
einhvern meðfæddan hæfileika eða hagfelldar aðstæður
-» og ekkert sé við þær unnið annað en að veita fáeinum
auðkýfingum stundarnautn og hana ef til vill af lélegasta
tagi.
Og um samkeppnina er það að segja í þessu sam-
bandi, að ekki getur hún orðið til þess að draga úr mis-
skiptingu eignanna. Það er langt frá því, að hún styðji
að því, að hver fái laun að verðleikum eftir vinnu sinni
og fyrirhöfn, því að samkeppnin verkar langmest í sam-
bandi við algengustu — og um leið nytsamlegustu störf-
Hér eru nokkrar blaðaíréttir: „í gær tók hinn írægi i-
talski söngvari .... tilboði frá Argentinu um að syngja þar frá
1.—25. september, fyrir 480000 franka, þ. e. 35000 franka hvert
kvöld“. — „Veðreiðasveinn nokkur, Winnie O’Connor, 21 árs
gamall, fær 125000 franka í laun, auk gjafa og veðfjár". —
„Árið 1910 fékk svertinginn Johnson 500000 franka í Bandai’íkj-
unum, fyrir að glíma í 15 mínútur. Jeffries, sem við hann glímdi
og beið ósigur, fékk ekki nema 300000 franka".