Samvinnan - 01.03.1931, Side 111
SAMVINNAN
105
til upprunalega1). Lögfræðingar tilgreina þrjár að-
ferðir, sem allar má heimfæra í eina, eins og sýnt mun
verða hér á eftir.
Hin fyrsta er sú, að leggja eignarhald á hlut-
inn (ockupatio), sem vanalega er talið vera sú undir-
staða, sem eignarrétturinn hvílir á. „Sögulega séð og rök-
fræðilega hlýtur tileinkun hlutanna alltaf að vera undan-
fari allrar framleiðslu....Frumþjóðir líta svo á, að
eignarhald eða eignartaka sé bezti grundvöllur eignar-
réttarins. Það, að hafa helgað sér hlutinn, er það eina,
sem rétthærra getur talizt en máttur hins sterkari“2).
Eignartakan gerir líka ráð fyrir því, að það eitt sé tekið
til eignar, sem ekki heyrir öðrum til, og þess vegna er sú
aðferð réttmætari en hin, að sá máttarmeiri taki frá þeim,
sem minna má sín. I þessu liggur því framför frá því að
taka hernámi3). En vegna þess, að eignartaka styðst ekki
við vinnu (fundur fjársjóðs, nám á nýju landi o. s. frv.),
hefir hún ekki siðferðilegt eða hagfræðilegt gildi til þess,
að hægt' sé að grundvalla á henni æfilöng og órjúfandi
réttindi4).
Þá er önnur aðferðin til þess að ná eignarrétti á hlut,
sú sem er grundvölluð á þeirri meginreglu, að eigandi að-
x) Vér tölum ekki hér um þjófnað í ýmsum myndum og ekki
heldur um h a p p í spilum, veðmálum, hlutaveltu og þvíliku,
þótt algengt sé í öllum löndum að afla sér eigna á þann hátt,
og það oft stóreigna.
2) Sjá Graham Sumner: What social classes
owe to each other (New-York, 1883).
3) í þjóðfélögum fornaldarinnar er eignatakan grundvölluð
á hernámi. Borgaraleg eign í Róm var sú eign, sem aflað var
sub hasta (= undir spjóti; síðar var orðtakið haft um upp-
boð, þar sem hlutur er seldur hæstbjóðanda). Og í gömlu grísku
kvæði segir svo: „Auðæfi mín eru spjót mitt og sverð og hinn
fagri skjöldur; þau vernda líkama minn, með þeim yrki ég
jörðina, sker upp kornið og vínið af ekrunum".
4) í frönskum borgaralögum (Code Napoléon) er eign-
artaka ekki nefnd á nafn, en hún er undirskilin, þegar um er
að ræða veiðar, fiski, fundna fjársjóði og strandgóss.