Samvinnan - 01.03.1931, Side 112
106
S A M V I N N A N
aleignar eignist einnig afrakstur hennar eða annað það,
sem henni fylgir. Eftir því fær t. d. landeigandi eignar-
rétt á byggingum, sem reistar eru á landi hans, og sömu-
leiðis ræktunarmannvirkjum, sem aðrir gera á landi hans;
vinnuveitandi, sem lætur í té efnivörur, fær eignarrétt á
vörum þeim, sem úr efnivörunum eru unnar. Þetta er því
í rauninni hið sama og eignartaka, sem talað var um,
hér á undan, aðeins yfirgripsmeira að forminu til.
En þessu tvennu tekur fram hið þriðja og síðasta,
h e f ð i n. Samkvæmt henni öðlast sá maður eignarrétt
á hlut, sem hefir haft hann undir höndum vissan tíma,
og þegar um lausafé er að ræða, er sá tími ekki svo ýkja-
langur. En sé um fasteign að ræða, gerir hefðin það að
verkum, að ekki þarf um upprunalega eignartöku að fást,
enda væri það oft erfitt til rannsóknar. Og þegar um af-
urðir er að ræða, gerir hefðin það einnig að verkum, að
ekki þarf um það að fást, hvort þær hafa upprunalega átt
að fylgja aðaleign eða ekki. Hér er því í raun og veru
hinn lögfræðilegi grundvöllur eignarréttarins. En í sjálfu
sér er sá grundvöllur gersneyddur öllu siðferðilegu gildi.
Að vísu er það hugsanlegt, að hefð og eignartaka falli
saman við vinnu og spaimað (að því munum vér koma síð-
ar), en er engan veginn réttarfarslega nauðsynlegt.
Af því, sem nú hefir sagt verið, má sjá það, að enn
þarf að leita traustari grundvallar undir eignarréttinum.
En hvar er hann að finna?
1. Getur hann verið fólginn í því, sem kallað hefir
verið náttúrlegur réttur? Svo var áður sagt,
þótt menn sé yfirleitt ekki þeirrar skoðunar nú. Enda
þótt skýra megi eignarréttinn á þann veg, að svo miklu
leyti sem við kemur hagnýting nytsemdanna og fullnæg-
ingu þarfa vorra, þá á sú skýring ekki lengur við, þegar
eignarrétturinn kemur fram sem vald og yfirráð yfir öðr-
um. Rétt er líka að benda á, að engin kenning felur í sér
meiri byltingamöguleika en þessi, því að ef eignarréttur-
inn er af náttúrlegum rétti runninn, hvað er þá um allan
þann fjölda manna, sem rændur er þessum rétti og gerir