Samvinnan - 01.03.1931, Qupperneq 114
108
S A M V I N N A N
launamaðurinn hefir engan rétt yfir afrakstri vinnu sinn-
ar. Það er maðurinn, sem lætur hann vinna, vinnuveitand-
inn, sem hlýtur eignarréttinn á framleiðslunni. Og jafn-
vel þá sjaldan að verkamaðurinn hefir eignarrétt á fram-
leiðslu sinni, svo sem sjálfstæður framleiðandi hefir, t. d.
bóndinn eða handiðnamaðurinn, þá er það alls ekki fyrst
og fremst vegna þess, að framleiðslan er árangur af vinnu
þeirra, heldur af því að þeir eru eigendur jarðai-innar eða
efni vörunnar, og eignarréttur þeirra á þeim nær einnig
til alls þess, sem þeim heyrir til eða talizt getur afrakst-
ur af þeim.
3. Getur grundvöllur eignarréttarins falizt í h e i 11
þjóðfélagsins? Það er einmitt vígið, sem talsmenn
og verjendur eignarréttar einstaklingsins hafa orðið að
flýja til. Og það vígi er traust og þolir árásir. Sagan og
reynslan sýna oss, að e i n k a e i g n hefir hingað til ver-
ið bezta ráðið, og meira að segja óumflýjanlegt skilyrði
þess, að hægt væri að hagnýta nytsemdirnar, en það er
aftur höfuðhvatning til framleiðslu. Að vísu er hægt að
benda á dæmi þess, að hagnaður eigandans komi beint í
bága við heill þjóðfélagsins — gott og gamalt er dæmíð
um skóginn, sem landeigandinn hagnast af að högg'va,
en það er í þjóðfélagsins hag, að hann standi óhöggvinn.
Og fleiri dæmi mætti nefna1). En þess gætir ekki í saman-
burði við þá algengu eyðslu og sóun annars vegar og fram-
taksleysi hins vegar, þegar ekki er um neina einkaeign að
ræða.
En sé nú heill þjóðfélagsins aðalgrundvöllur eignar-
réttarins, þá leiðir þar af, að einkaeign getur ekki lengur
talizt aðalvígi einstaklingshyggjunnar. Einstaklingurinn er
þá ekki eigandi sjálfs sín vegna, heldur vegna þjóðfélags-
ins. Eignarrétturinn verður þá eins konar almenningseign,
í þess orðs beztu merkingu. Og hann getur þá ekki verið
alger í þeim skilningi, sem Rómverjar hinir fornu vildu
x) Ytarlega rannsókn ó þessu hefir L a n d r y gert í ritinu
L’ Utilité sociale de la propriété individuelle.