Samvinnan - 01.03.1931, Page 115
SAMVINNAN
109
vera láta. Hann nær ekki lengra en það, sem vald yfir
eigninni og umráðaréttur er nauðsynlegt til þess að af
henni náist svo mikil not sem framast er hugsanlegt. Og
hann getur breytzt eftir ástæðum og umliverfi. Hugsan-
legt er, að alger eignarréttur sé nauðsynlegur, þegar sér-
staklega stendur á, t. d. fyrir brautryðjanda í nýju landi,
eins og fullkominn eignarréttur yfir jörð sinni var nauð-
synlegur rómverska bóndanum. En alger eignaréttur ætti
ekki að eiga sér stað, þegar um er að ræða verksmiðju,
námu eða járnbraut. Til almennings heilla leggja menn
skatt og skyldur á einkaeignir, og eignamám er leyft,
þegar þörf og heill þjóðfélagsins krefur.
Nú skulum vér athuga, hvaða h 1 u t i r það eru, sem
eignarrétturinn getur náð yfir, hvaða m e n n geta haft
þann rétt í höndum og hvaða u m r á ð hann veitir þeim
yfir hlutunum.
IV.
Eignarréttur í sambandi við eignina og eigandann.
Eftir því, sem nú gerist, geta flestir hlutir verið ein-
stakra manna eign — að undanskildum þeim hlutum, sem
eru þess eðlis, að ekki er hægt að tileinka sér þá, svo sem
andrúmsloftið, hafið, stórfljótin. Að minnsta kosti er það
svo um flestallar nytsemdir, sem til eru í Norðurálfulönd-
um. En þetta hefir ekki alltaf verið svo. Sá var tíminn, að
umráðasvið eignarréttar einstaklinganna var mjög þröngt
og lítið.
Til einkaeigTiar töldust í fyrstu aðeins einstakar nyt-
semdir — og þá fyrst þær, sem nú fyrir löngu eru hættar
að teljast einkaeign í öllum siðmenningarlöndum, en það
voru þrælar og konur. Til einkaeignar töldust einnig -þeir
hlutir, sem menn hagnýttu persónulega, svo sem skart-
gripir, vopn, hestar, og eignarréttur einstaklinga á þeim