Samvinnan - 01.03.1931, Side 119
SAMVINNAN
113
kalla mætti hugsj ónastarfsemi1). Með því eigum vér við
ýmis konar sjóðstofnanir og dánargjafir. Menn vilja láta
aðra njóta góðs af sér eftir dauða sinn og gefa fé til þess
að koma slíkri hugsjón í framkvæmd. Sjóðstofnunin á þá
þetta fé og getur jafnvel ávaxtað það og tekið við nýjum
dánargjöfum til þess að auka það. Samt sem áður verður
ríkið að viðurkenna og staðfesta slíka sjóðstofnun, og það
getur afturkallað þá staðfestingu, þegar stofnunin hættir
að eiga tilverurétt af einhverjum ástæðum. Þetta er aug-
ljóst, því að slík stofnun væri líkust dauðum manni,
smurðu líki, hræringarlausu og máttarvana, sem ekki gæti
aðhafzt og ekki sniðið sig eftir breyttum aðstæðum og um-
hverfi. Sjóðstofnun til verndar Júpitersdýrkun getur ekki
haldið áfram tilveru sinni, eftir að allir eru hættir að tigna
Júpiter, og sjóðstofnanir til þess að syngja sálumessur
yfir dauðum mönnum eiga engan rétt á sér í landi, sem
snúizt hefir frá kaþólsku til mótmælandatrúar. I Eng-
landi eru þó til sjóðstofnanir, sem stýrt er af svonefnd-
um t r u s t e e s, sem eiga að standa um aldur og æfi; með
því skilyrði einu eru þær þó leyfðar, að þær starfi til al-
menningsheilla2). Yfir slíkum stofunum ræður yfirnefnd
(C h a r i t y Commission), og í þeirri nefnd sitja
lögfræðingar, sem eiga að vaka yfir því, að stofnanirnar
vinni í þeim anda, sem þeim er ætlað. Auk þess eiga þeir
að breyta skipulagi þeirra og tilgangi, ef bre.vttar ástæð-
ur krefjast þess.
x) T. d. má nefna Nobelsverðlaunasjóðinn, sem skiptir ár-
lega nálægt miljón frönkum milli fimm manna, sem hafa getið
sér frægð á ýmsum sviðum. Fleiri slíkar stofnanir mætti til
nefna.
2) Ensk lög leyfa ekki slíkar stofnanir. nema takmark
þeirra sé það, sem Englendingar nefna charity; en lögíræðin
skýrir það orð i víðtækustu merkingu þess þannig, að það nái
yfir allt það, sem á einhvern hátt megi verða til almennings-
heilla. Samt sem áður myndi ekki verða viðurkenndur réttur til
slíkrar sjóðstofnunar til þess t. d. að halda við grafreit, vegtia
þes.s að þar ætti einstaklingar i hlut.
8