Samvinnan - 01.03.1931, Side 120
114
SAMVINNAN
V.
Eignarréttur og réttindi þau, sem honum fylgja.
í 544. gr. franskra borgaralaga (C o d e N a p o-
1 é o n) segir svo: „Eignarrétíurinn er réttur til þess að
hagnýta hlutinn og ráða yfir honum a 1 g e r 1 e g a. Enda
þótt þetta sé ekki fullkomlega rétt nú, þar eð eignarrétt-
ur nú á dögum er ýmsum takmörkunum bundinn, sem
frekar færast í vöxt, þá er það þó augljóst, að eignar-
rétturinn er í sjálfu sér alger. 1 fyrsta lagi vegna þess, að
hann veitir réttindi til að hagnýta hlutinn á hvern hátt
sem vera vill, heimilar jafnvel þá fjarstæðu, að gera
hann að engu1). I öðru lagi vegna þess, að hann er ekki
tímabundinn, að minnsta kosti ekki að öðru leyti en því,
sem ending hlutarins afskammtar. Ævarandi gildi
og ó t a k m ö r k u ð y f i r r á ð er það tvennt, sem sér-
kennir eignarréttinn hvað mest.
1. Þegar eignarréttur nær aðeins yfir þá hluti, sem
eyðast vegna neyzlu eða eiga sér lítið endingargildi, er
ævarandi gildi hans ekki mikils vert frá sjónarmiði hag-
fræðinnar. En þegar hlutur sá, sem eignarrétturinn nær
yfir, er í eðli sínu ævarandi eða mjög varanlegur, þá
birtist eignarrétturinn í öllu sínu veldi og mikilleika, því
að víðtæki hans eykst jafnhliða því, sem eignin vex.
En eru þeir hlutir marg'ir til, sem ævarandi ending-
argildi hafa? Fyrst og fremst er það landið, sem endist
meðan jörðin byggist, eða að minnsta kosti svo lengi,
sem jarðbyltingar á yfirborði hennar raska ekki löndum
þeim, sem vér byggjum. Þess vegna hefir jarðeiganda-
rétturinn alltaf verið talinn sérstakur þáttur eignarrétt-
arins, og verður því um hann talað í sérstökum kafla hér
á eftir. Hús og mannvirki hafa ekki jafn-ævarandi end-
Húseiganda er þó ekki leyfilegt að kveikja i húsi sínu.
Orsök þess felst í þeirri hættu, sem það gæti haft í för með
sér fyrir nágra.nnana.