Samvinnan - 01.03.1931, Síða 123
SAMVINNAN
117
og öll löggjöf leggi einstaklingum á herðar gagnvart börn-
um, foreldrum, eiginmanni eða eiginkonu, þ. e. a. s. þeim
öllum, sem maðurinn hefir lifað fyrir, lifað með, eða sem
lifað hafa fyrir hann. Þessi skylda, sem lögin leggja hon-
um á herðar, hverfur ekki við dauða hans. — Samt sem
áður eru þessi rök ekki fullnægjandi, því að ef lögerfðir
eru grundvallaðar á framfærsluskyldunni, þá ætti þær
ekki að ná lengra en til nægilegs lífeyris.
Aðrar röksemdir til réttlætingar lögerfðum eru ekki
til, að minnsta kosti ekki þegar um útarfa er að ræða.
Þær eru leifar frá þeim tíma, þegar eignirnar voru
ættareign og eignin hlaut að haldast í sömu höndum
óslitið. Um eigandaskipti var þá ekki að ræða. Eigand-
inn var alltaf hinn sami, ættin; hún var persóna að lög-
um. Þótt eignin flyttist frá föður til barns, þá fór það
fram án allra réttindaskipta í venjulegri merkingu. Og
faðirinn hafði engan rétt til að gera börn sín arflaus, og
börnin ekki heldur til þess að neita arfi1).
Ekki verður því haldið fram, að lögerfðir sé ættinni
til nytja, allra sízt þó, þegar þær brjóta beint í bág við
vilja og ætlun ættarhöfðingjans. Le Play, sem reynir að
gera ættina að grundvelli þjóðfélagsins, leggur það líka
til, að arfleiðslufrelsi sé fengið í hendur ættarhöfðingj-
anum, eða að minnsta kosti verði mjög takmarkaður sá
hluti, sem lögum samkvæmt falli til iögerfingja. Því verð-
ur heldur ekki haldið fram, að lögerfðir sé til neinna al-
mennra fjárhagsbóta. Þvert á móti mætti telja verkanir
þeirra skaðsamlegai', með því að þær tryggja börnunum
arfinn eftir föðurinn, án þess að þau hafi á nokkurn
hátt til hans unnið, og þar að auki tekur hann af þeim
ómakið að vinna. Þær erfðareglur, sem því ráða, að arfur
eftir auðugan ættingja í Ameríku fellur til einhvers fjar-
skylds útarfa heima á Norðurlöndum, eru engu öðru lík-
1) þess vegna voru þeir ættingjar í Róm, sem neyddir voru
til að taka við arfi, nefndir nauðerfingjar (li e r e d e s n e-
cessarii), og það jafnvel eftir að lögerfðir voru á komnar.