Samvinnan - 01.03.1931, Page 126
120
S A M V I N N A N
að vera eignarréttinum samfara, en með því gefur hann
í skyn, að á hans dögum hafi það ekki verið viðurkennt
almennt. Mörg rök liggja líka að því, að svo hafi ekki
verið. I fyrsta lagi er afhending eigna ekki leyfileg og
myndi teljast helgibrot af hálfu ættingja, svo lengi sem
eignin er ættareign og talinn helgidómur, eins og tíðkan-
legt var í fornöld. Ennfremur má benda á það, að á með-
an verkaskipting og viðskipti voru ekki til og hver ætt-
flokkur var sjálfum sér nógur, var lítið um lausafé, og
hver og einn varðveitti sitt lausafé sjálfur og tók það
stundum með sér í gröfina; þá var líka sjaldgæft og jafn-
vel óeðlilegt að selja eða kaupa. Slíkum athöfnum (kaup-
um og sölu) fylgdi líka sérstök viðhöfn, þegar þær byrj-
uðu að tíðkast. Þær fóru fram á mannamótum og í heyr-
anda hljóði. Þegar afhending eigna fór fram (m a n c i-
p a t i o), átti það að vera í viðurvist fimm vitna, sem
voru fulltrúar hinna fimm fiokka innan rómversku þjóð-
arinnar1).
4. Ennþá seinna er það, sem réttindin til a r f-
1 e i ð s 1 u koma fram í sambandi við eignarréttinn. En
þau má telja merkastan eiginleika hans, þau eru kóróna
eignarréttarins, með því að þau framlengja hann út yfir
gröf og dauða2). Réttindin til þess að ráða yfir eignum
sínum eftir andlátið eru alls ekki bundin við lögerfðir.
f flestum löndum er það svo enn í dag, að þau brjóta
einmitt í bág við lögerfðir, og sést það bezt á því, að viss-
ir erfingjar hafa rétt og tilkall til nokkurs arfs, þótt það
stríði beint á móti yfirlýstum vilja arfleiðandans3). Hér
*) Slíkt hið sama átti sér stað meðal germanskra þjóða. f
lögum frá sjöttu öld er ákvæði um það, að sala skuli alltaf
fara fram in m a 11 o, þ. e. a. s. á þjóðarþingi.
2) „Erfðafrelsi felur í sér mestu og viðtækustu réttindi fyr-
ir einstaklinga, sem þekkt eru meðal menningarþjóða", segir
H c n r y Sumner M a i n e í L e c t u r e s o n t h e E a r 1 y
History of Institutions.
3) I Svíþjóð er það svo, að helmingur eigna er lögarfur nán-
ustu ættingja. í Finnlandi getur arfleiðandi, sem búsettur er í