Samvinnan - 01.03.1931, Síða 134
i28
S AMVINNAN
rétt, og það nær engri átt að mæla á móti staðreyudum,
eins og menn hafa gert í ritgerðum til varnar núverandi
eignaskiptingu af þjóðskipulagi. Og það eru einmitt þess-
ar staðreyndir, sem kveikja eld uppreisnar meðal fjöldans,
gagnvart þjóðskipulagi nútímans. En hir.s verða menn að
gæta, að slík skipting yrði að fara fram aftur og aftur
með vissu millibili, ef hún á ekki að reynast árangurslaus.
Og myndi hún þá ekki verða til þess að þurka upp þær -
lindir framleiðslunnar, sem ríkulegast flóa, með því að
hindra samdrátt framleiðslunnar í höndum hinna dug-
mestu? Og auðvitað myndi hún eyða þeim möguleika, að
safna auði og með því móti minnka það fé, sem til skipt-
anna kæmi; þar með yrði eðlilega minni hlutur hvers eins.
Fjárhagslegar, þjóðskipulegar og sálrænar afleiðingar
slíkrar skiptingar og eignaflutninga af einni hönd á aðra
eru mjög óvissar og tortryggilegar. Og ef menn yrði að
grípa til eignarnáms og blóðugrar byltingar til þess að
koma þessu skipulagi á, þá væri til þess varið meira en
það er vert. Þess vegna er þess óskandi, að ekki meiri al-
menn velmegun en hér er um að ræða geti til orðið með
friðsamlegu móti, því að hún tekur lítið fram því, sem
Hinrik IV. óskaði, að hver bóndi í ríki hans hefði efni á
því, að sjóða sér hænu til matar á hverjum sunnudegi.
II.
Sameignarstefna (Kommunisme).
Jöfn skipting er óframkvæmanleg. Þá það! Vér hætt-
um þá við að skipta, ekki sízt af þeirri orsök, að öll skipt-
ing mundi leiða af sér nýtt ósamræmi. í stað þess gerum
vér allar eignir sameiginlegar öllum þegnum þjóðfélags-
ins, eins og þeir væri ein og sama ættin. Og hver einstak-
lingur fær að taka af sameigninni eftir vild til eigin þarfa.
— Þetta er hið einfaldasta og um leið elzta kerfi, sem