Samvinnan - 01.03.1931, Qupperneq 135
SAMVINNAN
129
þekkt er innan jafnaðarstefnunnar’), en það þótti þegar
orðið úrelt og var lítils metið, þegar ný kenning kom fram,
sem rétti það við að nokkru. Sú kenning er s t j ó r n-
leysingjastefnan (anarkisme), og er hún
ekki æfagömul1 2). Stjórnleysingjastefnan hefir að vísu
1) þeir rithöfundar, sem haldið hafa fram sameignarstefnu
að meira eða minna leyti, eru mjög margir, þeir byrja á Plato
(eða F é n e 1 o n með Télémaque í frönskum bókmenntum);
en meðal hinna yngri eru þessir kunnastir: G r a c c h u s
Baheuf, Roliert O w e n, og Cabet.
Babeuf, sem tók sér nafnið Gracchus, af því að hann hélt,
að rómverski þjóðhöfðinginn með því nafni, sem kom fram
akralögunum, hafi verið sameignarsinni, var foringi „jafnrétt-
ismanna", sem sórust í bandalag í stjórnarbyltingunni miklu.
Hann var fyrir það dæmdur til dauða og tekinn af hfi árið
1797. Hann hafði gert tiliögur um nýtt þjóðskipulag, og' þær til-
lögur byrjuðu á þessum orðum: „Náttúran hefir gefið öllum
mönnum jafnan afnotarétt af öllum hlutum".
Owen var fæddur í Skotlandi 1771 og dó 1857. Hann var
ekki byltingarsinnaður sameignarmaður. Hann vildi láta um-
bæturnar koma ofan að. Hann var auðugur iðnrekandi, og í
verksmiðjum sínum í New-Lanark innleiddi hann í byrjun 19.
aldar allar þær umbætur á kjörum verkamanna, sem vér þekkj-
um fró síðari tímum. Hann takmarkaði vinnutímann, bannaði
vinnu barna, kom á samvinnufélögum meðal verkamanna,
sparisjóðum, forðabúrum nauðsynja og jafnvel játningalaus-
um skólum. En hann lét sér ekki þetta nægja, hann dreymdi
um að koma á fót sameignarþjóðfélagi og reyndi það í Banda-
ríkjunum. Félagið nefndi hann New-Harmony (1826). F.n sú til-
raun mistókst algerlega.
Cabet var höfundur að Voyage en Icarie, 1840, einum
hinna mörgu „ríkisreyfara", sem samdir voru i sama anda og
Utopia eftir Thomas Morus. Árið 1848 stofnaði Cabet i
ríkinu Iowa ikariska þjóðfélagið, sem til er enn í dag. En mjög
hefir liorið þar á innbyrðis deilum og fordæmi þess því síður
en svo fagurt.
2) Stjórnleysingjastefnuna (anarkisme af gríska orðinu
(ivaQ/UL = ctiömleysi) má ekki dæma eingöngu eftir þeim of-
heldisverkum, sem áhangendur hennar hafa haft i frammi á
síðari tímum. það ,er líka ti 1 stjórnleysingjastefna, sem er alger-
lega friðsamleg og vill ekki beita hnefarétti ti! þess að koma
sínum málum fram. Hjó William Godwin (Political
9