Samvinnan - 01.03.1931, Page 142
136
S A M Y I N N A N
sanngjörnustu verði, þar eð allur hagnaðurinn af
samvinnunni fer til neytandanna.
c. Að standa á móti öllum tilraunum auðvaldsfyrirtækja
til að nota núverandi ástand til einkahagnaðar.
d. Að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að draga
úr því böli og þeim hörmungum, sem sigla í kjölfar
hins óttalega og vaxandi atvinnuleysis verkamanna-
stéttarinnar alstaðar í heiminum, sérstaklega með því
að koma á samvinnuþjóðskipulagi“.
Samvinnufélög í Bandaríkjunum.
Hingað til hefir verið heldur dauft yfir samvinnu-
hreyfingunni í Bandaríkjunum. Það stafar sjálfsagt mest
af því, að efnahagur manna hefir verið góður og almenn-
ingur haft miklar tekjur. Það hefir því ekki þótt svara
kostnaði að vera að spara með samvinnufélagsskap. Nú
hefir heimskreppan gert vart við sig í Ameríku, ekki síð-
ur en annars staðar, og hefir það gefið samvinnuhreyfing-
unni byr í seglin.
Eitt stærsta samvinnufélagið í Bandaríkjunum er
samvinnumötuneyti í New-York. Félagsmenn eru 3500.
Félagarnir fá venjulega vexti af innieignum sínum í fé-
laginu og 6% tekjuafgang. 1930 var umsetning þessa fé-
lags 2 milj. kr.
í Brocklyn er annað stórt félag, sem er venjulegt
kaupfélag, er selur allar lífsnauðsynjar. Eru félagsmenn
í því 2200. Það einkennilega er, að flestir af meðlimum
þessa félags eru Finnar, og þannig er um mörg af kaup-
félögunum í Ameríku, að það eru Finnar, sem eru for-
göngumennirnir í þeim. — Finnar eru víðar góðir sam-
vinnumenn en heima í Finnlandi.
Samvinnufélagsskapurinn er ennþá mjög stutt á veg
kominn í Ameríku og lítið skipulagður.
Henry W. Wolff
forseti Alþjóðasambands samvinnumanna lézt á síð-
astliðnu vori 90 ára að aldri. Hann var fæddur í Leeds í