Samvinnan - 01.03.1931, Side 146
140
S A M V I N N A N
Tekjuafgangurinn er þannig um 10% af umsetningunni.
Tölur þessar sýna, að vöruverðið er óþarflega hátt, og það
eru vafalaust margir, sem nú verzla ekki í kaupfélögunum
en myndu gera það, ef þeir væru ekki neyddir til þess að
spara svo mikið. Menn geta vissulega aflað sér lífsþæg-
inda sinna fyrir þessa peninga, en fólk metur þau þægindi
þó alltaf meir, sem það fær strax, heldur en þau, sem
bíða þarf eftir í langan tíma, en hæfilegan tekjuafgang
telur hann þýðingarmikinn.
Heildsöluverð á vörum var 1925 60% hærra heldur en
það var 1913, en 1930 er það ekki nema 31% hærra. Út-
gjöld heimilis eru sama ár (1930) 64% meiri en þau voru
fyrir stríð. Smásöluverðið hefir ekki lækkað nærri eins
mikið og heildsöluverðið. Þetta þarf að lagast, segir Pot-
ter, og hér verða kaupfélögin að hafa forgönguna.
Til þess að koma þessu til leiðar vill hann skipuleggja
kaupfélagsstarfsemina betur, til þess að samskonar verð-
lag verði í öllum félögunum og meiri samvinna á milli fé-
laganna. Bendir hann á ýmsar leiðir til þessarar sam-
vinnu:
1. Að sérstakar héraðsnefndir verði kosnar til þess
að skipuleggja kaupfélögin eftir sömu línu. Nefnd þessi
á að athuga möguleika fyrir sameiningu félaga, verð,
tekjuafgang, starfsmannalaun, ián og almenn skipulags-
mál.
2. Félög, sem hafa færri en 4000 félaga eiga að sam-
eina sig öðrum stærri nágrannafélögum. Fastafé getur
þannig betur notazt og hægara verður með endurskoðun.
3. Stjórnir félaganna og ritarar þurfa oftar að hittast
til þess að ræða málefni þau, sem ræðir um í 1. grein, og
bera saman ráð sín, og samvinna við sambandið þarf að
verða meiri.
4. Þekking á samvinnumálum verður að aukazt, aðal-
lega þarf að leggja áherzlu á samvinnumenntun stjórn-
anda kaupfélaganna og starfsmanna þeirra, og er nauð-
synlegt að hafa sérstök námsskeið fyrir þá.