Samvinnan - 01.03.1931, Síða 156
150
S A M V I N N A N
Einnig tók hann að nokkru leyti við hagfræðiskennsl-
unni. Þá varð að skipta yngri deild í bókfærslutímum
vegna fjölmennis og kenndi Guðjón Teitsson öðrum flokk-
inum. Eftir nýár annaðist Björn Sigfússon að mestu
kennslu í íslenzku í forföllum skólastjóra. Kennsla í verzl-
unarsögu féll niður en í þess stað var aukið hálfu við
stundafjölda í samvinnusögu í eldri deild. Verzlunarrét't
kenndi Ragnar Olafsson í stað Friðriks Magnússonar, sem
nú er bæjagjaldkeri á Akureyri. En vegna burtfarar Ragn-
ars úr bænum í síðara hluta marz varð ekki próf haldið
í þeirri námsgrein.
I*að sem lesið var.
íslenzka. Eldri deild: Hrafnkelssaga lesin öll og
skýrð. Farið yfir mikinn hluta af Lestrarbók Sigurðar
Nordals. Lesin Setningafræði eftir Freystein Gunnarsson,
bls. 1—16, og kaflinn um greinarmerki. Málfræði rifjuð upp,
sérstaklega þau atriði, er þýðing hafa fyrir réttritun.
Heimaritgerðir eða skriflegar tímaæfingar einu sinni á
viku. Yngri deild: Egilssaga lesin mest öll, en sleppt
að mestu vísum og kvæðum. Farið yfir málfræði eftir
Halldór Briem. Heimaritgerðir eða skriflegar æfingar í
tímum einu sinni á viku.
Sænska. Eldri deild: Elias Grip: Lasebok för
fortsáttningskolan, Nyare svensk litteratur urval, bls.
35—43, 50—65, 67—68, 71—72, 76—77, 79—87, 93, 97,
102—110, 112-113, 125—129, 131—142, 152—154, 163—
167, 184, 191—194, 196—216. Arthur Holmqist: Svenska
handelsbrev, gr. 19—59 og 71—76. Málfræðin í kennslu-
bók Péturs Guðmundssonar endurlesin. Nokkrir gramnió-
fóntextar notaðir til framburðaræfinga. Yngri deild:
Kennslubók í sænsku eftir P. Guðmundsson og G. Leij-
ström, öll bókin (sleppt bls. 143—146 og 151—153). Margt
tvílesið. Sjö grammófóntextar — óbundið mál og kvæði
— notaðir til framburðaræfinga og lesnir til útleggingar.
Enska. Eldri deild: Lesnar 100 síður í K. Brekke:
Ny Engelsk Læsebog; Linguaphone Conversational Course,